Sunday, October 17, 2010

Lífið gengur sinn vanagang

Já ég veit, löngu komin tími á bloggfærslu !
Lífið gengur bara sinn vanagang; skóli, heim, ræktin (stundum, alltof sjaldan), heim, borða, læra, horfa á þátt, sofa.
Það rigndi í dag, eiginlega farin að undrast um rigninguna því það er búið að vera alveg fínasta veður frá því ég kom fyrir um mánuði síðan. Ég sem var búin að heyra að það væri alltaf rigning í Glasgow.
Ég og Ketura bjuggum til verkskipulag svo að það yrði nú alltaf hreint og fínt hjá okkur, héldum allavega að það mundi virka til að fá „suma“ til að þrífa. Ónei það er ekki alveg að virka. Ég var með eldhúsið í síðustu viku sem er voða þæginlegt að sjá um ef allir taka til eftir sig og vaska upp. Ég þurfti auðvitað að skrifa miða og leggja á pottana og uppvaskið svo það mundi einhverntíman fara. Það fór daginn eftir. Þetta var ekki í síðasta skipti heldur er eldhúsið eins og svínastía núna og allt eftir frönsku vinkonuna og hún á að vera að sjá um eldhúsið þessa vikuna ! Gaaa ég held ég sé að missa vitið !! Það er ekki allt á sínum stað þarna uppi, hvernig í and.. á ég að koma henni í skilning um að þrífa eftir sig og fara eftir skipulaginu ??
Það eru liðnar tvær helgar síðan ég bloggaði síðast þannig ég get sagt ykkur að ég er búin að fara aðeins útá lífið hérna. Fór síðustu helgi með Aisling írsku bekkjasystur minni og meðleigjendunum hennar á stað sem heitir Butterfly and the Pig, frábær í alla staði. Var live music, strákar að jazza popplög, frekar töff. Áður en við lögðum af stað þangað gaf ég þeim Opal staup og auðvitað elskaði Aisling það, hún sagði reyndar að það bragðaðist eins og hóstasaft en samt gott hóstasaft J

Daginn eftir skrapp ég út að borða og í bíó með Ketura og Chiara sem er frá Filippseyjum. Ég var nýbúin að segja stelpunum að ég vissi um eina íslenska stelpu í Listaskólanum sem vinur minn þekkir og ætti alltaf eftir að hitta hana, helduru að það kalli ekki einhver fyrir aftan mig í röðinni hjá namminu; Svava ! Jújú þetta var hún Guðrún listamær. Ógeðslega fyndið og við vorum á leiðinni á sömu mynd og allt !
Föstudaginn síðasta hitti ég svo Guðrúnu listamær sem er 83 módel úr árbænum. Ég hitti hana og vini hennar á bar sem heitir CCA og fórum svo með leigubíl á annan stað sem ég veit ekki hvað heitir. Sá staður er búin að missa vínveitingarleyfið þannig það var bara tekið með sér bjór, mjög heimilislegt J Rokkband að spila og allir í góðum gír, mest allt fólk í listnámi. Ég þurfti auðvitað að missa síðasta bjórinn minn á jörðina og hann smallaðist, þegar svoleiðis gerist og enginn bar eða búð nálægt þá er ekki mikið gaman.
Nú er ekki nema ein vika eftir af kennslu í kúrsinum sem ég er í núna og svo er bara revision vika og svo próf vikuna eftir það. Úff ég svitna við tilhugsunina !
Endilega komið í heimsókn 5-7.nóv því þá verð ég frjáls eins og fuglinn áður en næstu kúrsar taka við J Þið megið auðvitað koma einhverja aðra helgi eftir það að sjálfsögðu J
Kveð í bili
Endilega commentið !

2 comments:

  1. Er að gera smá tilraun á vúdu dúkkunni minni sem heitir " franski sóðinn " þannig endilega láttu mig vita hvort að verði breyting þar á ! Er mjög spennt yfir þessu máli!:) Annars ekki lengi að kynnast fólki, gaman! Áfram þú !:) Kyss og kram!

    ReplyDelete
  2. Hvernig væri að senda inn formlega kvörtun á þessa stúlku? Eða venst þetta kannski eða lagast?

    Muna að taka með sér pela af einhverju sterku næst :-)

    Fleiri og reglulegri update takk! Betra er margt smátt en ekkert stórt.

    ReplyDelete