Wednesday, November 24, 2010

Helgarferð til London

Skrapp til London um helgina að hitta Völu og við gistum hjá Kötu skvísu í vestur endanum.
Ég lagði af stað að heiman um 5 leytið á föstudagsmorgun til til að ná flugrútunni. Ég var búin að ákveða að taka hana við George square en þegar ég spurði mann á leiðinni hvar hann stoppaði nákvæmlega sagði hann mér að ég þyrfti að fara alla leið uppá Buchanan á aðalstoppistöðina en ég sagði við hann að hún stoppaði einhversstaðar hér rétt hjá en hann þvertók fyrir það og sagði að ég yrði að fara upp brekkuna þannig ég hljóp af stað og rétt náði í skottið á bussinum móð og sveitt. Þegar við keyrðum af stað þá sá ég að ég hafði alveg rétt fyrir mér, hann stoppaði fimm skrefum frá þeim stað sem ég stóð á og talaði við manninn. Lærði mínu texíu þarna, aldrei trúa ókunnugum !
Á flugvellinum hér í Glasgow lærði ég aðra lexíu, ekki trúa því sem bekkjabræður segja. Ég var að pæla hvað maður mætti taka með sér af vökva í handfarangri daginn áður, þá sagði bekkjabróðir sem bjó í London að það mætti örugglega taka 250ml um borð þannig ég pakkaði nýja kreminu mínu ofan í tösku og glataði því auðvitað á flugvellinum því limitið er 100ml ! Ég hefði auðvitað átt að vita betur og athuga það á netinu áður en ég lagði af stað en ég trúi því að fólk viti hvað það er að segja, bulla ekki bara !
Jæja eftir stutt og laggott flug þá tók biðin við, Vala var búin að segja að hún ætti að lenda 10:15 en aftur gerði ég þau mistök að trúa náunganum því hún lenti 11:15 en ég fyrirgef Völu minni það J Ég skemmti mér ágætlega þarna ein fyrstu klukkustundirnar í London því ég fékk að fylgjast með mjög skemmtilegri stund þegar maður með blómvönd uppstrílaður og fínn beið eftir kærustunni greinilega stressaður og spenntur því hann labbaði fram og til baka og leit á úrið sitt svona hundrað sinnum á þessum rúmlega hálftíma, mjög krúttlegt, sjá myndir á facebook. Ég sá svo mann gera jógaæfingar í einu horninu og þegar Vala kom sáum við hóp af strákum steggja vin sinn sem var klæddur brúðarklæðum, mjög fyndið J
Ég og Valan komumst heilu og höldnu til Kötu skvísu með skýru leiðbeiningunum hennar. Tókum Greenline frá Luton flugvelli og svo subwayinn restina. Verð að segja að mér líkar betur við lestarnar þarna, þessar í Glasgow eru svo litlar að maður getur ekki einu sinni staðið upprettur, hvaða rugl er það?
Byrjuðum á því að tjilla aðeins og drifum okkur svo í moll rétt hjá sem er víst stærsta í evrópu(vona að ég fari með rétt mál). Ég tók eftir því daginn áður en ég lagði af stað að hælarnir á einu stígvélunum sem ég á eftir hérna eru uppurnir, þvílíkur bömmer og ég sem ætlaði loksins að vera pæja ! Já semsagt fórum í mollið til að finna skó en ég tímdi ekki að kaupa neina svo ég lét mig hafa það að vera í gömlu lúnu. Settumst svo á kaffihús og fengum okkur bjór og mat, mmmm bjórinn var ofsa góður J
Eftir það kíktum við á stað hinum megin við götuna og þar byrjar allt í einu einn gaur að spjalla við okkur, á íslensku. Hef ekki enn lent í þessu hér í Glasgow en það er auðvitað af því að það búa ekki eins margir okkar tegundar hér. Þessi maður var mjög drukkinn og var mjög duglegur að strauja kortið sem gladdi okkar buddur.
Á laugardeginum kíktum við Vala einn túristarúnt, fórum á vax safnið, löbbuðum niður að Big Ben og kirkjunni og því og sáum London Eye, varð eiginilega bara lofthrædd á að horfa á það. Svo enduðum við að sjá Buckingham Palace, því miður sáum við eiginlega ekki verðina þar fyrir utan því það var orðið svo dimmt. Eftir það drifum við okkur heim því þetta tók allan daginn og við orðnar kaldar, svangar og þyrstar. Um kvöldið lá leið okkar down town því Kata reddaði okkur á gestagista á einhverjum flottur stað en það var svo dýrt að fara inn þannig við enduðum á að fara aftur heim og á stað rétt heima hjá henni, kannski pínu búlla en við skemmtum okkur ljómandi vel J
Rólegur sunnudagur tók svo við og við fórum og fengum okkur að borða og löbbuðum um í vesturendanum.
Takk Katrín fyrir gistingu og æðislegan félagsskap og takk Vala fyrir frábæran endurfund J
Endilega skoðið myndir á facebook London 2010 J

Kveð í bili
Túrista-Svava

Monday, November 15, 2010

Fréttir og jólapælingar

Það styttist í London, aðeins 4 dagar og þá fæ ég loksins að knúsa Völu mína og auðvitað Kötu líka, get ekki beðið :)
Planið er semsagt að skreppa til London að hitta Völu því það er svo dýrt að skreppa í helgarferð til Ítalíu þannig við ákváðum að gera þetta frekar, hittast á miðri leið og gista hjá henni Kötu sætu söngvamær. Gott að komast aðeins í burtu, búið að vera frekar mikið stress að byrja svona í skóla í útlandinu. Er nefnilega ansi hrædd um að ég verði lærandi allt jólafríið á klakanum.

Nú er ég byrjuð að spá og spekúlega hvað ég á að gefa fólkinu mínu í jólagjöf og líka hverjum ég er að fara að gefa, ekki alveg viss með það :)
Óskalistar eru vel þegnir og endilega látið mig vita ef ég á að kaupa eitthvað hérna úti fyrir ykkur sem allra fyrst, væri gott að klára það fyrr en seinna :)

Ef einhver er að spá hvað er að frétta af vinkonu minni hérna hinum megin við vegginn þá er ástandið ekkert að breytast, ég er bara orðin ónæm en hinn meðleigjandinn minn er að fara yfirum af pirringi, ekki gott því hún þarf að einbeita sér að mun mikilvægari hlutum sem er ALLT annað en þetta.

Geir og Þórey ég hugsa mikið til ykkar, ekki nema um vika eða svo eftir, vá tíminn flýgur :)

Jæja elskurnar mínar, Im off to bed
Ég er með skype ef þið viljið adda mér: svava.agustsdottir

Bæ í bili !

Thursday, November 11, 2010

I´m back !

Heil og sæl kæru vinir og fjölskylda
Hvar á ég að byrja ?
Þar sem ég er búin að vera í prófum þá ákvað ég að drepa ykkur ekki með leiðinlegum færslum síðustu vikur. Medical Science búið J
Mér leið eins og frjálsum fugli síðustu helgi þar sem ég gat loksins gert eitthvað annað en að sitja inní herbergi allan daginn öll kvöld, það er ekki hollt að sitja svona lengi við og sérstaklega ekki þegar maður gleymir að borða og sofa :S
Mér líður mun betur núna, nýju kúrsarnir eru að starta hratt en ég ætla að halda í við svo ég geti nú notið jólanna heima með mínum nánustu, get ekki beðið eftir að knúsa alla og fá að kynnast ófædda Geirssyni aka herra Snoppufríðum. Já ég bara trúi ekki öðru en að hann verði sætasti strákurinn í bænum fyrst hann á svona fallega foreldra (stóran pakka fyrir þetta takk J).
Ég kíkti í lunch á laug með Chiara, stelpu frá Filippseyjum sem er hér í námi líka. Fórum á Nandos, góður staður mæli með honum. Kíkti svo aðeins í búðir á leiðinni heim, greip með mér bol og kjól og skundaði heim. Rétt áður en ég ætlaði að sturta mig fyrir kvöldmat þá byrjar þetta leiðindar væl, já mikið rétt, þessi leiðindar brunabjalla byrjar að æpa þannig það var ekkert annað í stöðunni nema að koma sér út. Ég vona að þetta gerist ekki oft þegar líður á veturinn því það var alveg nógu kalt að standa þarna úti í 3 stiga hita.
Það héldu allir að þetta væri ekkert en þegar ég spurði aðstoðarmanninn í húsinu þá sagði hann mér að það hafi verið eldur í einni íbúðinni, bara lítill en samt. Einhver sem hefur brennt matinn sinn... ég gerði það reyndar í kvöld en sem betur fer fór kerfið ekki í gang :P
Á sunnudaginn fór ég að hitta skvísurnar Fanney og Ellen og eyddi deginum með þeim. Æðislegur dagur, svo gaman að hitta þær. Þegar heim var komin lagðist ég upp í og naut þess að þurfa ekki að opna bók eitt kvöld enn.
Jæja ég looooofa að skrifa aftur sem allra fyrst, fer ekki í próf aftur fyrr en í janúar þannig það ætti allavega ekki að stoppa mig J
Hafiði það gott í snjónum heima og ekki spara aurinn þegar kemur að dekkjakaupum, vil ekki að einhver slasist.
Glasgow-kveðja
Svava