Heil og sæl kæru vinir og fjölskylda
Hvar á ég að byrja ?
Þar sem ég er búin að vera í prófum þá ákvað ég að drepa ykkur ekki með leiðinlegum færslum síðustu vikur. Medical Science búið J
Mér leið eins og frjálsum fugli síðustu helgi þar sem ég gat loksins gert eitthvað annað en að sitja inní herbergi allan daginn öll kvöld, það er ekki hollt að sitja svona lengi við og sérstaklega ekki þegar maður gleymir að borða og sofa :S
Mér líður mun betur núna, nýju kúrsarnir eru að starta hratt en ég ætla að halda í við svo ég geti nú notið jólanna heima með mínum nánustu, get ekki beðið eftir að knúsa alla og fá að kynnast ófædda Geirssyni aka herra Snoppufríðum. Já ég bara trúi ekki öðru en að hann verði sætasti strákurinn í bænum fyrst hann á svona fallega foreldra (stóran pakka fyrir þetta takk J).
Ég kíkti í lunch á laug með Chiara, stelpu frá Filippseyjum sem er hér í námi líka. Fórum á Nandos, góður staður mæli með honum. Kíkti svo aðeins í búðir á leiðinni heim, greip með mér bol og kjól og skundaði heim. Rétt áður en ég ætlaði að sturta mig fyrir kvöldmat þá byrjar þetta leiðindar væl, já mikið rétt, þessi leiðindar brunabjalla byrjar að æpa þannig það var ekkert annað í stöðunni nema að koma sér út. Ég vona að þetta gerist ekki oft þegar líður á veturinn því það var alveg nógu kalt að standa þarna úti í 3 stiga hita.
Það héldu allir að þetta væri ekkert en þegar ég spurði aðstoðarmanninn í húsinu þá sagði hann mér að það hafi verið eldur í einni íbúðinni, bara lítill en samt. Einhver sem hefur brennt matinn sinn... ég gerði það reyndar í kvöld en sem betur fer fór kerfið ekki í gang :P
Það héldu allir að þetta væri ekkert en þegar ég spurði aðstoðarmanninn í húsinu þá sagði hann mér að það hafi verið eldur í einni íbúðinni, bara lítill en samt. Einhver sem hefur brennt matinn sinn... ég gerði það reyndar í kvöld en sem betur fer fór kerfið ekki í gang :P
Á sunnudaginn fór ég að hitta skvísurnar Fanney og Ellen og eyddi deginum með þeim. Æðislegur dagur, svo gaman að hitta þær. Þegar heim var komin lagðist ég upp í og naut þess að þurfa ekki að opna bók eitt kvöld enn.
Jæja ég looooofa að skrifa aftur sem allra fyrst, fer ekki í próf aftur fyrr en í janúar þannig það ætti allavega ekki að stoppa mig J
Hafiði það gott í snjónum heima og ekki spara aurinn þegar kemur að dekkjakaupum, vil ekki að einhver slasist.
Glasgow-kveðja
Svava
Öfund að þú sért búin í prófum! Já það verður víst engin skírn í des fyrir litla frænda þinn... er í prófum 20. des og 21.des og 6. janúar. ÆL!
ReplyDeleteEn já vona innilega hann verði sætur, annað yrði dálítið vandræðalegt hummm. En hlakka til að sjá þig krúsí !!!!! :) Gott þú ert að njóta þín eftir prófin kysss og kram úr sófanum!:)
Próffærslur Þóreyjar minnar eru með skemmtilegra lesefni svo ég ætla ekki að hvetja þig til bloggsveltis í prófum, og hananú! :)
ReplyDeleteHr. Snoppufríður kemur eftir ca. 12 daga - spennan magnast!
Hjá okkur er brunabjallan pent hunsuð. Ef það kemur alvöru bruni hérna einn daginn þá verður svalahoppið tekið á þetta.
Góða skemmtun elsku systir og gangi þér vel í öllu þarna, skóla og skemmtanalífi! :-)
Ég lofa að skrifa næst þegar ég er í prófum, sjáum hvort þú vilt svo meira af því :)
ReplyDeleteHerra Snoppi á eftir að vera svo dekraður, ég er strax byrjuð að leita eftir allskonar fyrir hann, á samt ekki mikinn pening þannig ég er ekkert að kaupa allt :)
Gaman að lesa og sjá að þú hafir það gott... þú ert svo dugleg elskan mín.
ReplyDeleteSvo er svo stutt í jólin, ó hve verður gaman þá að hitta þig!
LOVE