Wednesday, December 8, 2010

Snjór og frost í Glasgow = Allt lokast

Sæl veriði

Ég sit hérna í rúminu mínu og læri, borða og sef. Þetta er ég búin að gera síðustu daga og ekkert annað. Fólk er svo hrætt við að fara út að það er enginn til í að njóta fallega veðursins með mér :(
Skólinn er búin að vera lokaður núna síðustu daga og er hann einnig lokaður á morgun, hneiksl, en það versta er að ég er sko alveg að venjast því að vera svona löt, á eftir að vera mjög erfitt að vakna og mæta í tíma loksins þegar þetta "óveður" líður undir lok.



Síðasta helgi var æði, skrapp í tvö partý af fjórum sem mér var boðið í og kynnist fullt af skemmtilegum og fjölbreyttum hópi fólks, ekki slæmt ;)

Eins og þið kannski flest vitið þá var ég að eignast lítinn sætan frænda, já loksins kom að því að einhver af okkur systkinunum fjölgaði, verðum að viðhalda þessum frábæru genum :) Ég er búin að vera að segja vinumn mínum í skólanum fréttirnar og það fyrsta sem ég er spurð er, hvað heitir hann? Erum við þau einu sem leynum nafninu fyrir skírn? Ég veit það eru ekki allir sem skíra en er hefðin annarsstaðar að nefna börnin strax og þau eru fædd eða jafnvel fyrr?

Ég er mikið búin að pæla í hvað ég á að kaupa handa mínum nánustu í jólagjöf en það er ekki auðvelt verk þannig ég yrði þakklát fyrir allar hugmyndir, getið sent mér facebook skilaboð :)

Jæja ég ætla að halda áfram að vera löt uppí rúmi og klára skólaverkefnin mín, þau síðustu fyrir jól jei :)

Ísland eftir 10 daga hlakka rosa mikið til og vonast til að sjá ykkur sem flest :)

Kveðja
Latabæjar-Svava

1 comment: