Vá hvað tíminn flýgur, komin mars og aðeins eitt block eftir í skólanum og svo bara lokaverkefnið !!
Þeir kalla skólatarnirnar hérna block sem þýðir bara að kúrsarnir eru í ákveðin tíma og svo er farið í næsta block þar sem ég byrja í öðrum kúrsum. Ég semsagt var að klára fjórða block-ið núna á föstudaginn og fimmta og síðast byrjar á morgun. kræst !
Í þessari viku skiluðum við inn samantekt af lokaverkefninu sem við vinnum í sumar og héldum fyrirlestur um það sem okkur datt í hug. Ég valdi að tala um Ísland því það er einfalt og enginn veit neitt um og ég stóð mig bara svona ágætlega, eða það sögðu kennararnir og bekkjafélagar. Ég greinilega faldi það vel hvað ég var stressuð ;) Þetta var ágæt æfing fyrir sumarið þegar við þurfum að verja lokaverkefnið okkar, úff ég hlakka sko ekki til þess en ég hef fulla trú á sjálfri mér, þýðir ekkert annað :)
Ég kíkti á kóræfingu á mánudaginn síðasta með skólabróður mínum sem ég hafði ekki hugmynd um að væri í kórnum. Komst að því þegar ég var eitthvað að segja honum að ég væri til í að skrá mig í kórinn en ég vildi ekki fara ein. Þetta var bara ágætis æfing og ætla ég að skrá mig á morgun, þarf reyndar að borga fulla skólaönn sem er 20 pund sem er alveg ágætur peningur en ekkert til að væla yfir ef ég hef gaman að. Þessi kór er ekki eins skemmtilegur og í FÍH en nógu góður.
Ég skrapp til Edinborgar með Keturu sem ég bý með (ekki frönsku) og tveim vinkonum hennar síðustu helgi og við skemmtum okkur mjög vel. Röltum upp að kastalanum, tókum myndir það í kring. Kíktum á tvö söfn og röltum svo upp í nýja hverfið og skoðuðum þar myndasýningu. Röltum svo í áttina að einhverju sem átti að vera merkilegt en við fundum það ekki en sáum í staðinn brúðhjón á leiðinni í brúðamyndatöku í garði þar rétt hjá. Það var mjög fyndið því þau voru þarna að reyna að komast yfir götuna en þau þurftu að bíða í örugglega nokkrar mín til að komast yfir þessa götu. Frekar vandræðalegt að hanga þarna á götuljósum í brúðardressinu.
Annars hef ég lítið annað að segja um líf mitt hérna í Glasgow. Ég fer í skólann, læri, fer í ræktina og kíki út einstaka sinnum með vinum mínum í deildinni. Ég reyndar skrapp á tónleika um daginn á Cold war kids, mjög skemmtilegt og er að spá í að fara á tónleikahátíð á hálandinu í sumar, ekki víst samt en er að pæla í því. Hátiðin kallast Rockness, hefur einhver af ykkur kæru lesendur farið á hana ?
Jæja, nóg í bili
Farin að sakna klakans og vina soldið mikið en ég skal þrauka til sept !
Eins og alltaf, þið eruð velkomin í heimsókn :)
Kveðja
Svava
Gleymdi að segja ykkur það merkilegasta. Ég fór í keilu eftir Edinborgarferðina og rústaði liðinu, 138 stig, geri aðrir betur ;)
ReplyDeleteHehe duglega í keilunni! Er ánægð með tónleikana, me luveeeee this band!:) Heyrist nú bara vera nóg að gera hjá þér , keila, tónleikar, ferðalög og kór! Já heilmikið social life bara í gangi ;) Kram af Eggertsgötunni !:)
ReplyDeletehljómar eins og þú sért að hafa það næs þarna úti, gaman að lesa bloggið þitt :)
ReplyDelete