Jæja síðustu prófin mín búin og vonandi verða þetta síðustu sem ég tek ever !
Ég er ekki búin að blogga síðan ég kláraði prófin í janúar, I know ég sökka en ég ætla að reyna að bæta upp fyrir það núna :)
Það hefur ýmislegt gerst síðan síðast, fullt af gera í skólanum, endalaus skilaverkefni og próf og fyrirlestrar og lokaverkefnaundirbúningur. Svo er maður líka búin að kíkja aðeins út á lífið hérna, göngutúra, hlaupatúra og heimsóknir, og skrapp til Ítalíu að heimsækja Völu mína og svo Íslands í smá í apríl. Planið í sumar er að kíkja á nýja staði hérna í Skotlandi á milli þess að skrifa lokaverkefnið.
Eins og allir muna kannski eftir að þá var hér Royal wedding í Bretlandi og þá fengu allir frí frá vinnu og skóla, ég kvartaði sko ekki yfir því :) Vinur minn sagði mér að koma með honum og fleirum úr deildinni í garð í vestur hluta Glasgow og fá okkur öl og hlusta á DJ spila svona til heiðurs brúðhjónanna. Ég hélt að þetta væri bara eins og 17.júní fagnaður heima, allir kæmu saman til að hafa gaman og allt í góðu, nema að þetta var ekki leyfilegur viðburður heldur var bara einhver gaur á facebook búin að búa til event og svo mættu allir í garðinn. Þegar ég mætti í garðinn var endalaust mikið af fólki og fullt af ungum blindfullum krökkum að syngja og rúlla í grasinu. Eftir að ég var búin að sitja þarna með félögum í smá stund þá byrja fullt af löggum að hlaupa af stað og fólk á eftir. Við veltum fyrir okkur hvað væri í gangi en þorðum ekki að hreyfa okkur en svo kom í ljós að löggan var bara að enda partýið, þvinga fólk út úr garðinum. Þetta endaði allt vel held ég, ég heyrði allavega engar fréttir um slys sem er gott.
Í byrjun apíl fengum við tveggja vikna spring vacation fyrir páska, er ekki vön að fá svoleiðis sem ég get actually notið því maður er alltaf í prófum strax eftir páskafrí heima. Ég skrapp til Völu sem býr í Lake Como í Ítalíu, æðislega fallegur staður og ég held ég gæti alveg vanist því að liggja við vatnið alla daga ef ég gæti. Var þar í 6 daga, kíktum einn dag til Mílanó og svo eyddum við miklum tíma við vatnið og nutum þess að vera til, good times.
Kíkti til Íslands yfir páskana og eyddi mestum tímanum með fjölskyldunni, voða næs enda á ég frábæra að.
Eftir síðasta prófið í síðustu viku kíktum við nokkur úr bekknum út að borða og kíktum svo á pub eftir það. Vorum öll algjörlega búin á því klukkan hálf eitt og fórum þá heim. Próf gera útaf við mann og ein sönnun fyrir því er draumurinn sem ég dreymdi um daginn eftir lokaprófið. Dreymdi að ég hafi klárað prófin, fengið strax að vita útkomuna og sá að ég féll í einu. Spurningin á prófinu var semsagt hvað fólk í bekknum var búið að læra fyrir þetta nám. Ég auðvitað panikkaði og vissi ekkert hvað fólk var búið að læra, og af hverju ætti ég að vita það ?? Rugl og vitleysa, en ég náði svo prófinu í lok draumsins. Ég ætla að vona að þetta sé ekki einhver forspá draumur, að ég eigi eftir að falla í einu af prófunum sem ég tók eða ég var einfaldlega bara að missa vitið.
Síðasta föstudag söng ég með skólakórnum í síðasta sinn. Sungum lag eftir Elton John, Michael Jackson, og svo nokkur Gaelísk lög. Fórum svo útað borða eftir það. Nú þarf ég að finna mér nýtt áhugamál fyrir sumarið, einhverjar hugmyndir?
Hey varðandi eldgosið, viljiði vera svo væn og halda öskunni á Íslandinu, ég er búin að fá hótanir hérna að fólk ætli að kenna mér um að skemma fyrir þeim ferðir í næstu viku ef fluginu þeirra verður aflýst ! Væri gott að eiga nokkra vini í sumar svona á lokasprettinum :P
Endilega commentið :)
Cheers !
My life in Glasgow
Monday, May 23, 2011
Sunday, March 6, 2011
Komin mars ! Getur ekki verið..
Vá hvað tíminn flýgur, komin mars og aðeins eitt block eftir í skólanum og svo bara lokaverkefnið !!
Þeir kalla skólatarnirnar hérna block sem þýðir bara að kúrsarnir eru í ákveðin tíma og svo er farið í næsta block þar sem ég byrja í öðrum kúrsum. Ég semsagt var að klára fjórða block-ið núna á föstudaginn og fimmta og síðast byrjar á morgun. kræst !
Í þessari viku skiluðum við inn samantekt af lokaverkefninu sem við vinnum í sumar og héldum fyrirlestur um það sem okkur datt í hug. Ég valdi að tala um Ísland því það er einfalt og enginn veit neitt um og ég stóð mig bara svona ágætlega, eða það sögðu kennararnir og bekkjafélagar. Ég greinilega faldi það vel hvað ég var stressuð ;) Þetta var ágæt æfing fyrir sumarið þegar við þurfum að verja lokaverkefnið okkar, úff ég hlakka sko ekki til þess en ég hef fulla trú á sjálfri mér, þýðir ekkert annað :)
Ég kíkti á kóræfingu á mánudaginn síðasta með skólabróður mínum sem ég hafði ekki hugmynd um að væri í kórnum. Komst að því þegar ég var eitthvað að segja honum að ég væri til í að skrá mig í kórinn en ég vildi ekki fara ein. Þetta var bara ágætis æfing og ætla ég að skrá mig á morgun, þarf reyndar að borga fulla skólaönn sem er 20 pund sem er alveg ágætur peningur en ekkert til að væla yfir ef ég hef gaman að. Þessi kór er ekki eins skemmtilegur og í FÍH en nógu góður.
Ég skrapp til Edinborgar með Keturu sem ég bý með (ekki frönsku) og tveim vinkonum hennar síðustu helgi og við skemmtum okkur mjög vel. Röltum upp að kastalanum, tókum myndir það í kring. Kíktum á tvö söfn og röltum svo upp í nýja hverfið og skoðuðum þar myndasýningu. Röltum svo í áttina að einhverju sem átti að vera merkilegt en við fundum það ekki en sáum í staðinn brúðhjón á leiðinni í brúðamyndatöku í garði þar rétt hjá. Það var mjög fyndið því þau voru þarna að reyna að komast yfir götuna en þau þurftu að bíða í örugglega nokkrar mín til að komast yfir þessa götu. Frekar vandræðalegt að hanga þarna á götuljósum í brúðardressinu.
Annars hef ég lítið annað að segja um líf mitt hérna í Glasgow. Ég fer í skólann, læri, fer í ræktina og kíki út einstaka sinnum með vinum mínum í deildinni. Ég reyndar skrapp á tónleika um daginn á Cold war kids, mjög skemmtilegt og er að spá í að fara á tónleikahátíð á hálandinu í sumar, ekki víst samt en er að pæla í því. Hátiðin kallast Rockness, hefur einhver af ykkur kæru lesendur farið á hana ?
Jæja, nóg í bili
Farin að sakna klakans og vina soldið mikið en ég skal þrauka til sept !
Eins og alltaf, þið eruð velkomin í heimsókn :)
Kveðja
Svava
Þeir kalla skólatarnirnar hérna block sem þýðir bara að kúrsarnir eru í ákveðin tíma og svo er farið í næsta block þar sem ég byrja í öðrum kúrsum. Ég semsagt var að klára fjórða block-ið núna á föstudaginn og fimmta og síðast byrjar á morgun. kræst !
Í þessari viku skiluðum við inn samantekt af lokaverkefninu sem við vinnum í sumar og héldum fyrirlestur um það sem okkur datt í hug. Ég valdi að tala um Ísland því það er einfalt og enginn veit neitt um og ég stóð mig bara svona ágætlega, eða það sögðu kennararnir og bekkjafélagar. Ég greinilega faldi það vel hvað ég var stressuð ;) Þetta var ágæt æfing fyrir sumarið þegar við þurfum að verja lokaverkefnið okkar, úff ég hlakka sko ekki til þess en ég hef fulla trú á sjálfri mér, þýðir ekkert annað :)
Ég kíkti á kóræfingu á mánudaginn síðasta með skólabróður mínum sem ég hafði ekki hugmynd um að væri í kórnum. Komst að því þegar ég var eitthvað að segja honum að ég væri til í að skrá mig í kórinn en ég vildi ekki fara ein. Þetta var bara ágætis æfing og ætla ég að skrá mig á morgun, þarf reyndar að borga fulla skólaönn sem er 20 pund sem er alveg ágætur peningur en ekkert til að væla yfir ef ég hef gaman að. Þessi kór er ekki eins skemmtilegur og í FÍH en nógu góður.
Ég skrapp til Edinborgar með Keturu sem ég bý með (ekki frönsku) og tveim vinkonum hennar síðustu helgi og við skemmtum okkur mjög vel. Röltum upp að kastalanum, tókum myndir það í kring. Kíktum á tvö söfn og röltum svo upp í nýja hverfið og skoðuðum þar myndasýningu. Röltum svo í áttina að einhverju sem átti að vera merkilegt en við fundum það ekki en sáum í staðinn brúðhjón á leiðinni í brúðamyndatöku í garði þar rétt hjá. Það var mjög fyndið því þau voru þarna að reyna að komast yfir götuna en þau þurftu að bíða í örugglega nokkrar mín til að komast yfir þessa götu. Frekar vandræðalegt að hanga þarna á götuljósum í brúðardressinu.
Annars hef ég lítið annað að segja um líf mitt hérna í Glasgow. Ég fer í skólann, læri, fer í ræktina og kíki út einstaka sinnum með vinum mínum í deildinni. Ég reyndar skrapp á tónleika um daginn á Cold war kids, mjög skemmtilegt og er að spá í að fara á tónleikahátíð á hálandinu í sumar, ekki víst samt en er að pæla í því. Hátiðin kallast Rockness, hefur einhver af ykkur kæru lesendur farið á hana ?
Jæja, nóg í bili
Farin að sakna klakans og vina soldið mikið en ég skal þrauka til sept !
Eins og alltaf, þið eruð velkomin í heimsókn :)
Kveðja
Svava
Friday, February 4, 2011
Góður dagur :)
Hæ elskurnar mínar !
Ætla að byrja á því að segja; Til hamingju með stórafmælið 1.feb elsku amma mín :*
Leiðinlegt að komast ekki í þetta legendary amælispartý sem verður á morgun en ég lofa ég verð með ykkur í anda. Það verður einhver að taka skemmtidagskrána upp á video fyrir mig og taka fullt af myndum líka :)
Jólaheimsóknin mín til Íslands var æði, naut hverrar mínútu en lærði ekki boffs sem auðvitað bitnaði á mér þegar ég flaug aftur til Glasgow. En það reddaðist og ég kláraði semester 1 með stæl :)
Fékk einkunnirnar í dag og fékk staðfest að ég fæ að skrifa lokaverkefnið sem ég valdi sem ég mun vinna í sumar ooog það er föstudagur, góður dagur :)
Síðustu vikur hafa gengið sinn vanagang, skólalíf, letilíf, partýlíf og já bara þetta venjulega :)
Ég kíkti í bíó síðustu helgi með Guðrúnu og kíktum svo á Butterfly and the pig eftir það til að heilsa upp á bekkjabróðir minn sem var að halda upp á afmælið sitt. Þegar við vorum á leið heima heyrðum við einhver bæng hljóð sem ég var alveg viss um að væru bara flugeldar að springa en Guðrún var alveg viss um að þetta væru byssuskothljóð þannig við drifum okkur heim. Daginn eftir tjekkaði ég inná bbc.com og sá enga frétt um neina byssuárás þannig ég held að þetta hafi örugglega bara verið flugeldar, vona það allavega.
Hvernig er þetta annars hér? Ég veit að byssur eru ekki leyfðar hér líkt og heima en er auðvelt að redda sér byssu hérna ólöglega?
Veit maður á ekkert að vera að pæla of mikið í þessu, ég er viss um að hér er örugglega minna um ofbeldi, allavega á þessum helstu götum og klúbbum því það er allt morandi í löggum allsstaðar. Heima er örugglega eins og 10 löggur á vakt og enginn lögga sjáanleg neinsstaðar, helv. niðurskurður. Hvernig á þetta eiginlega eftir að enda? Spurning hvort maður komi nokkuð aftur eftir að námi lýkur, sjáum til.
Hér er veðrið búið að vera ágætt so far en búið að vera hálfíslenskt núna síðustu 3 daga, rigning og rok. Svo eru þeir að spá snjókomu soon, ef það rætist þá loka þeir örugglega öllu því þeir virðast ekki læra af reynslunni þessir bretar.
Endilega koma í heimsókn ef skattmann er ekki búin að ræna af ykkur öllum peningunum, ég verð reyndar í Ítalínu 1.-6.apríl en verð hér alla aðra daga :)
Kveð í bili, þarf að finna mér föt fyrir kvöldið ;)
Góða helgi kæru vinir og fjölskylda !
Svava
Wednesday, December 8, 2010
Snjór og frost í Glasgow = Allt lokast
Sæl veriði
Ég sit hérna í rúminu mínu og læri, borða og sef. Þetta er ég búin að gera síðustu daga og ekkert annað. Fólk er svo hrætt við að fara út að það er enginn til í að njóta fallega veðursins með mér :(
Skólinn er búin að vera lokaður núna síðustu daga og er hann einnig lokaður á morgun, hneiksl, en það versta er að ég er sko alveg að venjast því að vera svona löt, á eftir að vera mjög erfitt að vakna og mæta í tíma loksins þegar þetta "óveður" líður undir lok.
Síðasta helgi var æði, skrapp í tvö partý af fjórum sem mér var boðið í og kynnist fullt af skemmtilegum og fjölbreyttum hópi fólks, ekki slæmt ;)
Eins og þið kannski flest vitið þá var ég að eignast lítinn sætan frænda, já loksins kom að því að einhver af okkur systkinunum fjölgaði, verðum að viðhalda þessum frábæru genum :) Ég er búin að vera að segja vinumn mínum í skólanum fréttirnar og það fyrsta sem ég er spurð er, hvað heitir hann? Erum við þau einu sem leynum nafninu fyrir skírn? Ég veit það eru ekki allir sem skíra en er hefðin annarsstaðar að nefna börnin strax og þau eru fædd eða jafnvel fyrr?
Ég er mikið búin að pæla í hvað ég á að kaupa handa mínum nánustu í jólagjöf en það er ekki auðvelt verk þannig ég yrði þakklát fyrir allar hugmyndir, getið sent mér facebook skilaboð :)
Jæja ég ætla að halda áfram að vera löt uppí rúmi og klára skólaverkefnin mín, þau síðustu fyrir jól jei :)
Ísland eftir 10 daga hlakka rosa mikið til og vonast til að sjá ykkur sem flest :)
Kveðja
Latabæjar-Svava
Ég sit hérna í rúminu mínu og læri, borða og sef. Þetta er ég búin að gera síðustu daga og ekkert annað. Fólk er svo hrætt við að fara út að það er enginn til í að njóta fallega veðursins með mér :(
Skólinn er búin að vera lokaður núna síðustu daga og er hann einnig lokaður á morgun, hneiksl, en það versta er að ég er sko alveg að venjast því að vera svona löt, á eftir að vera mjög erfitt að vakna og mæta í tíma loksins þegar þetta "óveður" líður undir lok.
Síðasta helgi var æði, skrapp í tvö partý af fjórum sem mér var boðið í og kynnist fullt af skemmtilegum og fjölbreyttum hópi fólks, ekki slæmt ;)
Eins og þið kannski flest vitið þá var ég að eignast lítinn sætan frænda, já loksins kom að því að einhver af okkur systkinunum fjölgaði, verðum að viðhalda þessum frábæru genum :) Ég er búin að vera að segja vinumn mínum í skólanum fréttirnar og það fyrsta sem ég er spurð er, hvað heitir hann? Erum við þau einu sem leynum nafninu fyrir skírn? Ég veit það eru ekki allir sem skíra en er hefðin annarsstaðar að nefna börnin strax og þau eru fædd eða jafnvel fyrr?
Ég er mikið búin að pæla í hvað ég á að kaupa handa mínum nánustu í jólagjöf en það er ekki auðvelt verk þannig ég yrði þakklát fyrir allar hugmyndir, getið sent mér facebook skilaboð :)
Jæja ég ætla að halda áfram að vera löt uppí rúmi og klára skólaverkefnin mín, þau síðustu fyrir jól jei :)
Ísland eftir 10 daga hlakka rosa mikið til og vonast til að sjá ykkur sem flest :)
Kveðja
Latabæjar-Svava
Wednesday, November 24, 2010
Helgarferð til London
Skrapp til London um helgina að hitta Völu og við gistum hjá Kötu skvísu í vestur endanum.
Ég lagði af stað að heiman um 5 leytið á föstudagsmorgun til til að ná flugrútunni. Ég var búin að ákveða að taka hana við George square en þegar ég spurði mann á leiðinni hvar hann stoppaði nákvæmlega sagði hann mér að ég þyrfti að fara alla leið uppá Buchanan á aðalstoppistöðina en ég sagði við hann að hún stoppaði einhversstaðar hér rétt hjá en hann þvertók fyrir það og sagði að ég yrði að fara upp brekkuna þannig ég hljóp af stað og rétt náði í skottið á bussinum móð og sveitt. Þegar við keyrðum af stað þá sá ég að ég hafði alveg rétt fyrir mér, hann stoppaði fimm skrefum frá þeim stað sem ég stóð á og talaði við manninn. Lærði mínu texíu þarna, aldrei trúa ókunnugum !
Á flugvellinum hér í Glasgow lærði ég aðra lexíu, ekki trúa því sem bekkjabræður segja. Ég var að pæla hvað maður mætti taka með sér af vökva í handfarangri daginn áður, þá sagði bekkjabróðir sem bjó í London að það mætti örugglega taka 250ml um borð þannig ég pakkaði nýja kreminu mínu ofan í tösku og glataði því auðvitað á flugvellinum því limitið er 100ml ! Ég hefði auðvitað átt að vita betur og athuga það á netinu áður en ég lagði af stað en ég trúi því að fólk viti hvað það er að segja, bulla ekki bara !
Jæja eftir stutt og laggott flug þá tók biðin við, Vala var búin að segja að hún ætti að lenda 10:15 en aftur gerði ég þau mistök að trúa náunganum því hún lenti 11:15 en ég fyrirgef Völu minni það J Ég skemmti mér ágætlega þarna ein fyrstu klukkustundirnar í London því ég fékk að fylgjast með mjög skemmtilegri stund þegar maður með blómvönd uppstrílaður og fínn beið eftir kærustunni greinilega stressaður og spenntur því hann labbaði fram og til baka og leit á úrið sitt svona hundrað sinnum á þessum rúmlega hálftíma, mjög krúttlegt, sjá myndir á facebook. Ég sá svo mann gera jógaæfingar í einu horninu og þegar Vala kom sáum við hóp af strákum steggja vin sinn sem var klæddur brúðarklæðum, mjög fyndið J
Ég og Valan komumst heilu og höldnu til Kötu skvísu með skýru leiðbeiningunum hennar. Tókum Greenline frá Luton flugvelli og svo subwayinn restina. Verð að segja að mér líkar betur við lestarnar þarna, þessar í Glasgow eru svo litlar að maður getur ekki einu sinni staðið upprettur, hvaða rugl er það?
Byrjuðum á því að tjilla aðeins og drifum okkur svo í moll rétt hjá sem er víst stærsta í evrópu(vona að ég fari með rétt mál). Ég tók eftir því daginn áður en ég lagði af stað að hælarnir á einu stígvélunum sem ég á eftir hérna eru uppurnir, þvílíkur bömmer og ég sem ætlaði loksins að vera pæja ! Já semsagt fórum í mollið til að finna skó en ég tímdi ekki að kaupa neina svo ég lét mig hafa það að vera í gömlu lúnu. Settumst svo á kaffihús og fengum okkur bjór og mat, mmmm bjórinn var ofsa góður J
Eftir það kíktum við á stað hinum megin við götuna og þar byrjar allt í einu einn gaur að spjalla við okkur, á íslensku. Hef ekki enn lent í þessu hér í Glasgow en það er auðvitað af því að það búa ekki eins margir okkar tegundar hér. Þessi maður var mjög drukkinn og var mjög duglegur að strauja kortið sem gladdi okkar buddur.
Á laugardeginum kíktum við Vala einn túristarúnt, fórum á vax safnið, löbbuðum niður að Big Ben og kirkjunni og því og sáum London Eye, varð eiginilega bara lofthrædd á að horfa á það. Svo enduðum við að sjá Buckingham Palace, því miður sáum við eiginlega ekki verðina þar fyrir utan því það var orðið svo dimmt. Eftir það drifum við okkur heim því þetta tók allan daginn og við orðnar kaldar, svangar og þyrstar. Um kvöldið lá leið okkar down town því Kata reddaði okkur á gestagista á einhverjum flottur stað en það var svo dýrt að fara inn þannig við enduðum á að fara aftur heim og á stað rétt heima hjá henni, kannski pínu búlla en við skemmtum okkur ljómandi vel J
Rólegur sunnudagur tók svo við og við fórum og fengum okkur að borða og löbbuðum um í vesturendanum.
Takk Katrín fyrir gistingu og æðislegan félagsskap og takk Vala fyrir frábæran endurfund J
Endilega skoðið myndir á facebook London 2010 J
Kveð í bili
Túrista-Svava
Monday, November 15, 2010
Fréttir og jólapælingar
Það styttist í London, aðeins 4 dagar og þá fæ ég loksins að knúsa Völu mína og auðvitað Kötu líka, get ekki beðið :)
Planið er semsagt að skreppa til London að hitta Völu því það er svo dýrt að skreppa í helgarferð til Ítalíu þannig við ákváðum að gera þetta frekar, hittast á miðri leið og gista hjá henni Kötu sætu söngvamær. Gott að komast aðeins í burtu, búið að vera frekar mikið stress að byrja svona í skóla í útlandinu. Er nefnilega ansi hrædd um að ég verði lærandi allt jólafríið á klakanum.
Nú er ég byrjuð að spá og spekúlega hvað ég á að gefa fólkinu mínu í jólagjöf og líka hverjum ég er að fara að gefa, ekki alveg viss með það :)
Óskalistar eru vel þegnir og endilega látið mig vita ef ég á að kaupa eitthvað hérna úti fyrir ykkur sem allra fyrst, væri gott að klára það fyrr en seinna :)
Ef einhver er að spá hvað er að frétta af vinkonu minni hérna hinum megin við vegginn þá er ástandið ekkert að breytast, ég er bara orðin ónæm en hinn meðleigjandinn minn er að fara yfirum af pirringi, ekki gott því hún þarf að einbeita sér að mun mikilvægari hlutum sem er ALLT annað en þetta.
Geir og Þórey ég hugsa mikið til ykkar, ekki nema um vika eða svo eftir, vá tíminn flýgur :)
Jæja elskurnar mínar, Im off to bed
Ég er með skype ef þið viljið adda mér: svava.agustsdottir
Bæ í bili !
Planið er semsagt að skreppa til London að hitta Völu því það er svo dýrt að skreppa í helgarferð til Ítalíu þannig við ákváðum að gera þetta frekar, hittast á miðri leið og gista hjá henni Kötu sætu söngvamær. Gott að komast aðeins í burtu, búið að vera frekar mikið stress að byrja svona í skóla í útlandinu. Er nefnilega ansi hrædd um að ég verði lærandi allt jólafríið á klakanum.
Nú er ég byrjuð að spá og spekúlega hvað ég á að gefa fólkinu mínu í jólagjöf og líka hverjum ég er að fara að gefa, ekki alveg viss með það :)
Óskalistar eru vel þegnir og endilega látið mig vita ef ég á að kaupa eitthvað hérna úti fyrir ykkur sem allra fyrst, væri gott að klára það fyrr en seinna :)
Ef einhver er að spá hvað er að frétta af vinkonu minni hérna hinum megin við vegginn þá er ástandið ekkert að breytast, ég er bara orðin ónæm en hinn meðleigjandinn minn er að fara yfirum af pirringi, ekki gott því hún þarf að einbeita sér að mun mikilvægari hlutum sem er ALLT annað en þetta.
Geir og Þórey ég hugsa mikið til ykkar, ekki nema um vika eða svo eftir, vá tíminn flýgur :)
Jæja elskurnar mínar, Im off to bed
Ég er með skype ef þið viljið adda mér: svava.agustsdottir
Bæ í bili !
Thursday, November 11, 2010
I´m back !
Heil og sæl kæru vinir og fjölskylda
Hvar á ég að byrja ?
Þar sem ég er búin að vera í prófum þá ákvað ég að drepa ykkur ekki með leiðinlegum færslum síðustu vikur. Medical Science búið J
Mér leið eins og frjálsum fugli síðustu helgi þar sem ég gat loksins gert eitthvað annað en að sitja inní herbergi allan daginn öll kvöld, það er ekki hollt að sitja svona lengi við og sérstaklega ekki þegar maður gleymir að borða og sofa :S
Mér líður mun betur núna, nýju kúrsarnir eru að starta hratt en ég ætla að halda í við svo ég geti nú notið jólanna heima með mínum nánustu, get ekki beðið eftir að knúsa alla og fá að kynnast ófædda Geirssyni aka herra Snoppufríðum. Já ég bara trúi ekki öðru en að hann verði sætasti strákurinn í bænum fyrst hann á svona fallega foreldra (stóran pakka fyrir þetta takk J).
Ég kíkti í lunch á laug með Chiara, stelpu frá Filippseyjum sem er hér í námi líka. Fórum á Nandos, góður staður mæli með honum. Kíkti svo aðeins í búðir á leiðinni heim, greip með mér bol og kjól og skundaði heim. Rétt áður en ég ætlaði að sturta mig fyrir kvöldmat þá byrjar þetta leiðindar væl, já mikið rétt, þessi leiðindar brunabjalla byrjar að æpa þannig það var ekkert annað í stöðunni nema að koma sér út. Ég vona að þetta gerist ekki oft þegar líður á veturinn því það var alveg nógu kalt að standa þarna úti í 3 stiga hita.
Það héldu allir að þetta væri ekkert en þegar ég spurði aðstoðarmanninn í húsinu þá sagði hann mér að það hafi verið eldur í einni íbúðinni, bara lítill en samt. Einhver sem hefur brennt matinn sinn... ég gerði það reyndar í kvöld en sem betur fer fór kerfið ekki í gang :P
Það héldu allir að þetta væri ekkert en þegar ég spurði aðstoðarmanninn í húsinu þá sagði hann mér að það hafi verið eldur í einni íbúðinni, bara lítill en samt. Einhver sem hefur brennt matinn sinn... ég gerði það reyndar í kvöld en sem betur fer fór kerfið ekki í gang :P
Á sunnudaginn fór ég að hitta skvísurnar Fanney og Ellen og eyddi deginum með þeim. Æðislegur dagur, svo gaman að hitta þær. Þegar heim var komin lagðist ég upp í og naut þess að þurfa ekki að opna bók eitt kvöld enn.
Jæja ég looooofa að skrifa aftur sem allra fyrst, fer ekki í próf aftur fyrr en í janúar þannig það ætti allavega ekki að stoppa mig J
Hafiði það gott í snjónum heima og ekki spara aurinn þegar kemur að dekkjakaupum, vil ekki að einhver slasist.
Glasgow-kveðja
Svava
Subscribe to:
Comments (Atom)
