Monday, November 15, 2010

Fréttir og jólapælingar

Það styttist í London, aðeins 4 dagar og þá fæ ég loksins að knúsa Völu mína og auðvitað Kötu líka, get ekki beðið :)
Planið er semsagt að skreppa til London að hitta Völu því það er svo dýrt að skreppa í helgarferð til Ítalíu þannig við ákváðum að gera þetta frekar, hittast á miðri leið og gista hjá henni Kötu sætu söngvamær. Gott að komast aðeins í burtu, búið að vera frekar mikið stress að byrja svona í skóla í útlandinu. Er nefnilega ansi hrædd um að ég verði lærandi allt jólafríið á klakanum.

Nú er ég byrjuð að spá og spekúlega hvað ég á að gefa fólkinu mínu í jólagjöf og líka hverjum ég er að fara að gefa, ekki alveg viss með það :)
Óskalistar eru vel þegnir og endilega látið mig vita ef ég á að kaupa eitthvað hérna úti fyrir ykkur sem allra fyrst, væri gott að klára það fyrr en seinna :)

Ef einhver er að spá hvað er að frétta af vinkonu minni hérna hinum megin við vegginn þá er ástandið ekkert að breytast, ég er bara orðin ónæm en hinn meðleigjandinn minn er að fara yfirum af pirringi, ekki gott því hún þarf að einbeita sér að mun mikilvægari hlutum sem er ALLT annað en þetta.

Geir og Þórey ég hugsa mikið til ykkar, ekki nema um vika eða svo eftir, vá tíminn flýgur :)

Jæja elskurnar mínar, Im off to bed
Ég er með skype ef þið viljið adda mér: svava.agustsdottir

Bæ í bili !

3 comments:

  1. Nohh London en nice!:) Mundi samt passa mig, ég varð ólétt í London þegar ég var þar síðast. Já allur þessi brasaði matur greinilega góður fyrir frumurnar! En er þetta Vala Grand eða?
    Knús og kram sæta ! :)

    ReplyDelete
  2. Vala Grand ónei, Valan sem ég er að fara með er með mér á myndinni hérna á blogginu, frábær og klár stelpa :)
    Ég skal passa mig á sjálfóléttupillunum í London, skal ekki taka of margar ;)

    ReplyDelete