Wednesday, November 24, 2010

Helgarferð til London

Skrapp til London um helgina að hitta Völu og við gistum hjá Kötu skvísu í vestur endanum.
Ég lagði af stað að heiman um 5 leytið á föstudagsmorgun til til að ná flugrútunni. Ég var búin að ákveða að taka hana við George square en þegar ég spurði mann á leiðinni hvar hann stoppaði nákvæmlega sagði hann mér að ég þyrfti að fara alla leið uppá Buchanan á aðalstoppistöðina en ég sagði við hann að hún stoppaði einhversstaðar hér rétt hjá en hann þvertók fyrir það og sagði að ég yrði að fara upp brekkuna þannig ég hljóp af stað og rétt náði í skottið á bussinum móð og sveitt. Þegar við keyrðum af stað þá sá ég að ég hafði alveg rétt fyrir mér, hann stoppaði fimm skrefum frá þeim stað sem ég stóð á og talaði við manninn. Lærði mínu texíu þarna, aldrei trúa ókunnugum !
Á flugvellinum hér í Glasgow lærði ég aðra lexíu, ekki trúa því sem bekkjabræður segja. Ég var að pæla hvað maður mætti taka með sér af vökva í handfarangri daginn áður, þá sagði bekkjabróðir sem bjó í London að það mætti örugglega taka 250ml um borð þannig ég pakkaði nýja kreminu mínu ofan í tösku og glataði því auðvitað á flugvellinum því limitið er 100ml ! Ég hefði auðvitað átt að vita betur og athuga það á netinu áður en ég lagði af stað en ég trúi því að fólk viti hvað það er að segja, bulla ekki bara !
Jæja eftir stutt og laggott flug þá tók biðin við, Vala var búin að segja að hún ætti að lenda 10:15 en aftur gerði ég þau mistök að trúa náunganum því hún lenti 11:15 en ég fyrirgef Völu minni það J Ég skemmti mér ágætlega þarna ein fyrstu klukkustundirnar í London því ég fékk að fylgjast með mjög skemmtilegri stund þegar maður með blómvönd uppstrílaður og fínn beið eftir kærustunni greinilega stressaður og spenntur því hann labbaði fram og til baka og leit á úrið sitt svona hundrað sinnum á þessum rúmlega hálftíma, mjög krúttlegt, sjá myndir á facebook. Ég sá svo mann gera jógaæfingar í einu horninu og þegar Vala kom sáum við hóp af strákum steggja vin sinn sem var klæddur brúðarklæðum, mjög fyndið J
Ég og Valan komumst heilu og höldnu til Kötu skvísu með skýru leiðbeiningunum hennar. Tókum Greenline frá Luton flugvelli og svo subwayinn restina. Verð að segja að mér líkar betur við lestarnar þarna, þessar í Glasgow eru svo litlar að maður getur ekki einu sinni staðið upprettur, hvaða rugl er það?
Byrjuðum á því að tjilla aðeins og drifum okkur svo í moll rétt hjá sem er víst stærsta í evrópu(vona að ég fari með rétt mál). Ég tók eftir því daginn áður en ég lagði af stað að hælarnir á einu stígvélunum sem ég á eftir hérna eru uppurnir, þvílíkur bömmer og ég sem ætlaði loksins að vera pæja ! Já semsagt fórum í mollið til að finna skó en ég tímdi ekki að kaupa neina svo ég lét mig hafa það að vera í gömlu lúnu. Settumst svo á kaffihús og fengum okkur bjór og mat, mmmm bjórinn var ofsa góður J
Eftir það kíktum við á stað hinum megin við götuna og þar byrjar allt í einu einn gaur að spjalla við okkur, á íslensku. Hef ekki enn lent í þessu hér í Glasgow en það er auðvitað af því að það búa ekki eins margir okkar tegundar hér. Þessi maður var mjög drukkinn og var mjög duglegur að strauja kortið sem gladdi okkar buddur.
Á laugardeginum kíktum við Vala einn túristarúnt, fórum á vax safnið, löbbuðum niður að Big Ben og kirkjunni og því og sáum London Eye, varð eiginilega bara lofthrædd á að horfa á það. Svo enduðum við að sjá Buckingham Palace, því miður sáum við eiginlega ekki verðina þar fyrir utan því það var orðið svo dimmt. Eftir það drifum við okkur heim því þetta tók allan daginn og við orðnar kaldar, svangar og þyrstar. Um kvöldið lá leið okkar down town því Kata reddaði okkur á gestagista á einhverjum flottur stað en það var svo dýrt að fara inn þannig við enduðum á að fara aftur heim og á stað rétt heima hjá henni, kannski pínu búlla en við skemmtum okkur ljómandi vel J
Rólegur sunnudagur tók svo við og við fórum og fengum okkur að borða og löbbuðum um í vesturendanum.
Takk Katrín fyrir gistingu og æðislegan félagsskap og takk Vala fyrir frábæran endurfund J
Endilega skoðið myndir á facebook London 2010 J

Kveð í bili
Túrista-Svava

3 comments:

  1. Sumsé summary: Hætta taka ferðaráð frá karlmönnum! Einnig eru fullir kk íslendingar í útlöndum góðir fyrir fjárhaginn og já bjórinn er góður! Slef og slurp! Það er lífið sko!
    Knús og kram pæjan mín!

    ReplyDelete
  2. ég ætla að vona að þessi íslenski maður hafi haft efni á þessu því við vorum duglegar að drekka ;)
    Knús til baka ofurbumbulína, lítur fáránlega vel út :)

    ReplyDelete