Monday, May 23, 2011

Kæra aska, haltu þig heima

Jæja síðustu prófin mín búin og vonandi verða þetta síðustu sem ég tek ever !

Ég er ekki búin að blogga síðan ég kláraði prófin í janúar, I know ég sökka en ég ætla að reyna að bæta upp fyrir það núna :)

Það hefur ýmislegt gerst síðan síðast, fullt af gera í skólanum, endalaus skilaverkefni og próf og fyrirlestrar og lokaverkefnaundirbúningur. Svo er maður líka búin að kíkja aðeins út á lífið hérna, göngutúra, hlaupatúra og heimsóknir, og skrapp til Ítalíu að heimsækja Völu mína og svo Íslands í smá í apríl. Planið í sumar er að kíkja á nýja staði hérna í Skotlandi á milli þess að skrifa lokaverkefnið.

Eins og allir muna kannski eftir að þá var hér Royal wedding í Bretlandi og þá fengu allir frí frá vinnu og skóla, ég kvartaði sko ekki yfir því :) Vinur minn sagði mér að koma með honum og fleirum úr deildinni í garð í vestur hluta Glasgow og fá okkur öl og hlusta á DJ spila svona til heiðurs brúðhjónanna. Ég hélt að þetta væri bara eins og 17.júní fagnaður heima, allir kæmu saman til að hafa gaman og allt í góðu, nema að þetta var ekki leyfilegur viðburður heldur var bara einhver gaur á facebook búin að búa til event og svo mættu allir í garðinn. Þegar ég mætti í garðinn var endalaust mikið af fólki og fullt af ungum blindfullum krökkum að syngja og rúlla í grasinu. Eftir að ég var búin að sitja þarna með félögum í smá stund þá byrja fullt af löggum að hlaupa af stað og fólk á eftir. Við veltum fyrir okkur hvað væri í gangi en þorðum ekki að hreyfa okkur en svo kom í ljós að löggan var bara að enda partýið, þvinga fólk út úr garðinum. Þetta endaði allt vel held ég, ég heyrði allavega engar fréttir um slys sem er gott.

Í byrjun apíl fengum við tveggja vikna spring vacation fyrir páska, er ekki vön að fá svoleiðis sem ég get actually notið því maður er alltaf í prófum strax eftir páskafrí heima. Ég skrapp til Völu sem býr í Lake Como í Ítalíu, æðislega fallegur staður og ég held ég gæti alveg vanist því að liggja við vatnið alla daga ef ég gæti. Var þar í 6 daga, kíktum einn dag til Mílanó og svo eyddum við miklum tíma við vatnið og nutum þess að vera til, good times.

Kíkti til Íslands yfir páskana og eyddi mestum tímanum með fjölskyldunni, voða næs enda á ég frábæra að.

Eftir síðasta prófið í síðustu viku kíktum við nokkur úr bekknum út að borða og kíktum svo á pub eftir það. Vorum öll algjörlega búin á því klukkan hálf eitt og fórum þá heim. Próf gera útaf við mann og ein sönnun fyrir því er draumurinn sem ég dreymdi um daginn eftir lokaprófið. Dreymdi að ég hafi klárað prófin, fengið strax að vita útkomuna og sá að ég féll í einu. Spurningin á prófinu var semsagt hvað fólk í bekknum var búið að læra fyrir þetta nám. Ég auðvitað panikkaði og vissi ekkert hvað fólk var búið að læra, og af hverju ætti ég að vita það ?? Rugl og vitleysa, en ég náði svo prófinu í lok draumsins. Ég ætla að vona að þetta sé ekki einhver forspá draumur, að ég eigi eftir að falla í einu af prófunum sem ég tók eða ég var einfaldlega bara að missa vitið.

Síðasta föstudag söng ég með skólakórnum í síðasta sinn. Sungum lag eftir Elton John, Michael Jackson, og svo nokkur Gaelísk lög. Fórum svo útað borða eftir það. Nú þarf ég að finna mér nýtt áhugamál fyrir sumarið, einhverjar hugmyndir?

Hey varðandi eldgosið, viljiði vera svo væn og halda öskunni á Íslandinu, ég er búin að fá hótanir hérna að fólk ætli að kenna mér um að skemma fyrir þeim ferðir í næstu viku ef fluginu þeirra verður aflýst ! Væri gott að eiga nokkra vini í sumar svona á lokasprettinum :P

Endilega commentið :)

Cheers !

1 comment:

  1. Gaman að heyra fréttir af þér elskan!! Askan er sem betur fer hætt að stríða okkur ;-)
    knús

    Valgerður

    ReplyDelete