Sæl veriði yndislega fólk sem gefur sér tíma til að heimsækja síðuna mína.
Langaði til að deila með ykkur nokkrum myndum úr Líffærafræðitíma. Ég hef aðeins einu sinni tekið myndir þar því ég kann ekki alveg við að taka myndir þegar kennarinn og nemendurnir eru mættir. Eftir fyrsta tíman þegar ég og Aisling mættum alltof seint, því við villtumst á leiðinni, þá komum við extra snemma vikuna þar á eftir. Þessir tímar eru nefnilega kenndir í Glasgow Uni.
Fyrst þegar ég sá þessa líkamsparta liggjandi um víð og dreif í stofunni vissi ég ekki alveg hvað væri í gangi, illa lyktandi og ógeðfellt. En núna er maður aðeins að venjast þessu, búin að halda á þessu og snerta eins og ekkert sé venjulegra. Prófið í Anatomyunni verður þannig að 25 svona pörtum verður raðað upp í stofu og við eigum að labba á milli og svara spurningum eins og, hvað er örin að benda á og hvaða hlutverki viðkomandi líffæri gegnir eða eitthvað því um líkt. Það verður leikur einn, vonandi :)
Enjoy ! :)
Kveð í bili
Svava
Bjaaaaaaaaaaaakk! Minnir á líkama-sýninguna sem við fórum á í Köben á sínum tíma, nema þar mátti alls ekki snerta!
ReplyDeleteHvur veit nema nemendur framtíðar handfjatli manns eigin haus einhvern tímann, smekkfullan af plasti og litarefnum og með þennan dauðasvip, úff.
Aldrei að vita :)
ReplyDeleteHljómar ekkert smá skemmtilegt þetta próf, me want!:)
ReplyDeleteúú, ekkert smá spennó. Væri sko til í að taka þennan kúrs!
ReplyDelete