Sunday, October 3, 2010

Skólavika 1

Þessi vika var ekki lengi að líða, nóg að gera.
Þriðjudagur:
Fyrsti skóladagurinn var á þriðjudaginn og sá ég þá loksins alla bekkjafélagana mína. Ég er semsagt ekki eina stelpan eins og ég hélt heldur erum við allavega svona 15 stelpur en svo eitthvað meira af strákum. Eftir fyrsta tímann, sem var bara svona kynning á námsefninu fyrir fyrstu 4 vikurnar, þá spjallaði ég við eina bekkjasystur frá Írlandi. Við ákváðum að fara samferða í tímann eftir hádegi því við þurftum að fara alla leið í Glasgow University sem er allavega um 50mín labb frá Strathclyde. Við ákváðum að labba þetta bara því við höfðum nógan tíma, lögðum af stað tímalega og allt í góðu með það. Okkur tókst samt að villast og koma 15mín of seint ! Allir mættir nema við alveg týpískt ! Ég hef aldrei fundið eins til í fótunum eins og eftir þessa göngu, var í frekar nýjum skóm en samt búin að labba þá til en greinilega ekki nóg fyrir svona maraþonlabb :/ Sem betur fer tókum við Subwayinn til baka.
Hluti af námsefninu er kennt í Glasgow Uni því þeir eru með svo góða læknadeild og þess vegna förum við þangað til að læra Anatomyuna. Eftir fyrirlesturinn klæddum við okkur í hvíta sloppa og þukluðum aðeins á beinum líkamans með vöðunum og vefjunum á, frekar ógeðslegt viðkomu en samt geggjað
J
Miðvikudagur:
Skólinn er ekki lengi að byrja hérna þegar hann loksins byrjar heldur er upplýsingaflóðið komið á fullt strax annan skóladaginn. Sem betur fer er þetta efni sem ég hef lært áður þannig ég er ekki eins lost eins og svo margir eru. Þeir eru þrír kennararnir sem kenna þennan kúrs og tala allir mjög skýrt svo allir skilji örugglega sem er frábært.
Ég skráði mig í skólann loksins og á heilsugæslustöðina í dag eftir tíma. Heilsugæslustöðin er þónokkuð langt frá mér. Spítalinn í borginni er stór og ég þurfti að labba allan hringinn í kringum hann til að komast að þeirri byggingu sem ég átti að fara í. Fékk þjú eyðublöð sem ég þurfti að fylla út áður en ég þurfti að standa í heillangri röð því allir í mínu húsnæði og Andrew Uhre Hall áttu að koma milli 4-6 þennan dag. Af hverju ekki að leyfa okkur að koma á fleiri tímum en bara þessum tveimur tímum ?? Ég held að það sé hárrétt að Bretar elska að bíða í röðum. Látum alla koma á sama tíma svo röðin verði sem lengst !
Kíkti í heimsókn til Fanneyjar úr HR um kvöldið þar sem hún flutti í síðustu viku til Glasgow með manninn og litlu sætu stelpuna þeirra. Rosa flott íbúð og fallegur garður rétt fyrir utan. Risa svalir, flott grill og fallegar mubblur sem fylgdu íbúðinni. Þau kunna ekki að kveikja á ofninum þannig það er allt eldað og BAKAÐ á grillinu, já ég meina þetta, ég fékk heimatilbúna pizzu og svo súkkulaðiköku í eftirrétt sem var bökuð á grillinu ! Ótrúlega góð og vel heppnuð, takk fyrir mig Fanney
J
Fimmtudagur:
Mætti í skólann sveitt og ógeðsleg eins og venjulega því það er fáránleg brekka sem ég þarf að labba upp hvern einasta morgun. Ef ég verð ekki komið með klikkaða kálfa eftir árið þá veit ég ekki hvað! Sítrónusýruhringurinn kenndur á innan við klukkutíma. Fegin að hafa lært þetta áður, þarf kannski aðeins að rifja hann upp.
Föstudagur:
Í dag borgaði ég fyrsta hlutann af skólagjöldunum, sem betur fer  lækkaði pundið aðeins áður en það var gert.
Skrapp útá lífið um kvöldið og endaði með að fara inná stað sem orð fá ekki líst. Labbaði bara framhjá konunni með posann við innganginn þannig ég sparaði mér þar 5pund
J

Í gær hékk ég inni allan daginn og byrjaði  að læra aðeins. Gengur erfiðlega að koma sér í lærigírinn eftir rúmlega árs pásu frá því. Hitaði mér mat eins og ég er vön að gera, ekki enn byrjuð að elda en fer að koma að því. Kaupi mér alltaf bara svona tilbúna rétti eins og 1944 sem kosta ekki nema 2pund og svo auðvitað spahetti í dós namm J
Þessi franska sem ég bý með er ekki alveg búin að læra þetta, hún vaskar upp diskana sína en skilur matinn ennþá eftir í pottunum á eldavélinni þannig það er enginn pottur til að nota. Búið að vera í lagi mín vegna til þessa því ég hef ekkert þurft að nota þá en ég gerði það nú reyndar fyrst í dag, fékk mér pasta með kjúklingabitum útí og rjómatómat sósu jammJ Þetta kemur vonandi bráðum, gef henni smá meiri tíma.

Jæja læra læra, kveð í bili
Endilega commentið á bloggið J
Svava

5 comments:

  1. Ekki bara kálfa Svava mín, verður komin með massa hot ass líka!!!:)Sko meira hot jamms. Ég þangað eftir barnsburð ! :) Kysss og kram úr sófanum á Eggertsgötunni

    ReplyDelete
  2. Já ég vil þig hingað eftir barnsburð ! Kemur bara með alla familíuna og við skokkum hérna upp og niður brattann líst vel á það. Verð komin í svo gott form þá þannig þetta verður barnaleikur fyrir mig ;)

    ReplyDelete
  3. Hljómar eins og hressandi byrjun á skemmtilegu tímabili, með öllum sínum "ups and downs" sem því fylgir :-)

    Á mínu skiptinematímabili í DK á sínum tíma lærði ég að gera ýmislegt til að
    - lágmarka uppvask
    - lágmarka tíma í eldhúsinu
    - lágmarka kostnað
    - hámarka mettun
    Ég er viss um að eitthvað svipað verði raunin hjá þér :-)

    Góða skemmtun umfram allt!

    ReplyDelete
  4. Hæ Svava! ég fæ algjört flassbakk þegar ég skoða bloggið þitt... þetta með þessa frönsku dömu sem eldar allan daginn og skilur allt eftir á eldavélinni. Mjög kunnuglegt! Bíddu bara þangað til hún fyllir ísskápinn af illa lyktandi ostum (minn franski herbergisfélagi í Noregi gerði það!).
    En samt gott að þú ert komin af stað í skólanum, hlakka til að sjá myndir af flottu kálfunum þínum hehee
    bestu kveðjur frá Parló,

    Lísa

    ReplyDelete
  5. Ég reyni sko að lágmarka uppvask, ég er mjög dugleg að nota örbylgjuna ;)
    Lísa mín gaman að þú skulir kannast við þessar aðstæður, hún er ekki búin að fylla ísskápinn af ostum heldur bara af kjöti og opnum dósum með einhverju gumsi í sem lyktar illa :P Ég er núna búin að taka 4 óhreina potta af eldavélinni og raða þeim á eitt borðið, vonandi verða þeir ekki þar í kvöld, ég er svo vond haha :P

    ReplyDelete