Thursday, September 30, 2010

Alveg komin með nóg !

Ok ég verð að fá álit ykkar, er þessi umgengni í lagi þegar þú býrð með öðru fólki, eða bara almennt ?







Ég er að bilast, þoli ekki að fara inní eldhús lengur því það lyktar og er ógeðslegt !!!

8 comments:

  1. ooohhh ojj nei!! þegar ég fyrst flutti hingað út til Köben þá bjó kærastinn minn einmitt í svona sameiginlegri íbúð með 5 öðrum og svo risastórt sameiginlegt eldhús! Það var ein stelpa þar sem var endalaust að gera einhverja svaka grænmetisrétti og svo kom kúbverski (?!) kærastinn hennar í heimsókn og hjálpaði til við matseldina... auk þess var einn strákur þarna sem var þvílíkur gaur, eldaði alltaf þvílíka skammta í einu og gekk aaaaldrei frá..svo var hann alltaf að baka líka og búa sér til einhverja þeytinga og gekk frá svona nokkrum dögum síðar! fór að vera alveg mjööööög þreytandi og hitt fólkið var alltaf að reyna að setja upp einhver þrifplön og húsreglur og þetta var alltaf tekið upp á íbúðarfundum.. þá breyttist þetta í smá tíma en svo ekki söguna meir :/ ...maður er amk feginn að vera bara útaf fyrir sig núna, þá veit maður að það er manns eigin sök ef eldhúsið er eins og skítahola og maður hefur verið latur :)
    Ég yrði allavega mjög lítið sátt með eldhúsið hjá ykkur eins og myndirnar gefa til kynna!! eugh! :/
    Bið annars vel að heilsa þér og gaman að fylgjast með þér á blogginu :)) knús María Lind **

    ReplyDelete
  2. Hvað með að koma upp krukku með gati í loki og kostar 1 pund á hálfs dags fresti að skilja svona eftir, og ákvörðun um að sekta um þetta pund er einföld lýðræðisleg meirihlutaákvörðun meðal ykkar þriggja. Jábbs!

    ReplyDelete
  3. haha já það gæti gengið :) Ég held ég verði nú samt ekki vinsæl ef ég kem með þessa tillögu en það virkaði að skilja eftir miða inní eldhúsi í hádeginu. Þegar ég kom heim eftir 3 þá var allt voða fínt :P

    ReplyDelete
  4. Þetta er ógeð ! Skilti eins og " mamma þín vinnur ekki hér " alltaf vinsæl! Nema auðvitað ekki á íslensku ahaaaaa

    ReplyDelete
  5. VIð þurfum svo sannarlega að setja upp skilti og líka á útihurðina: Please lock the door when you go out !! Hurðin var opin þegar ég var að fara ut áðan, þessi stelpa hlítur að vera á einhverju ég get svo svarið það ! Ég veit ekki hversu mörgum sinnum það er búið að segja við okkur að skilja ekki eftir glugga opna þegar farið er út og læsa alltaf eftir sér en neeeii hún fer ekki eftir neinu, langar að slá hana utan undir og sjá hvort eitthvað gerist þarna uppi :P

    ReplyDelete
  6. Girlfight! Hell yeah! Án gríns þá finnst mér þetta argasti dónaskapur hjá meðleigjanda þínum. Oj hvað ég myndi ekki þola þetta!

    Knús og kossar
    Soffía

    ReplyDelete
  7. ojojoj... þetta er nú meiri druslan sem þú býrð með... vonandi lagast þetta sem fyrst annars verðuru geggjuð á henni!!

    ReplyDelete
  8. ææjjjj múslan mín, þú af öllum að lenda í svona meðleigjanda :( það er ekki nóg að hún láti eins og eldhúsið sé svínastýja heldur skilur hún eftir opið fyrir kóng og prest... ekki sniðugt, mundu bara að þú verður að segja eitthvað við hana ekki bara byggja pirringinn upp þangað til þú springur.
    KNÚS OG KOSSAR

    ReplyDelete