Monday, September 27, 2010

Fyrsti skóladagurinn á morgun !!

Sæl veriði kæru vinir sem lesið þetta blogg

Á morgun byrjar skólinn loksins eftir mjög gott frí. Ég á að mæta klukkan 9 upp í eitt af hýbýlum skólans sem kallast Wolfson Centre sem verður mitt annað heimili næsta árið. Þá hitti ég loksins bekkjafélagana mína og ég hef á tilfinningunni að meirihlutinn sé strákar. Svolítið fyndið því ég var í stelpubekk(+ Daníel og Ásgeir) í grunnnáminu í HR.

Síðustu dagar hér í Glasgow hafa verið ágætir.
Miðvikudagur: Missti af International kynningu: Visa blaður og fleira mér óviðkomandi.
Fimmtudagur: Kynning fyrir Master verkfræðinema: Það sem er mér minnisstæðast er þegar einn af kennurunum talaði mjög lengi um nemendur sem afrita verkefni annarra eða þegar efni er tekið af netinu án þess að "kvóta" í höfund og afleiðingar þess ef kennari kemst að því. Maður á semsagt EKKI að gera það :) Svo var talað um ýmislegt sem ég var búin að lesa um áður í handbókinni góðu.

Föstudagur: Fór í ræktina hérna í skólanum og er ógeðslega stolt af mér að hafa drifið mig. Ræktin hérna í skólanum er alls ekki svo slæm og kostar meðlimakort fyrir árið ekki nema 75 pund. Skrapp svo í Union partý um kvöldið, eða klukkan 6. Það var pakkað þegar ég kom og meirihluti fólks var 17 eða rétt orðið 18 ég get svo svarið það. Ég er greinilega of gömul fyrir þessi partý og mun væntanlega ekki stunda þau.

Laugardagur: Fór með Ketura, herbergisfélaganum mínum í verslunarleiðangur og dressaði hana upp svo hún gæti komið með mér að hlusta á smá Jazz um kvöldið. Þegar við komum heim þá var þriðji og síðasti herbergisfélaginn fluttur inn. Hún heitir að ég held Amira og er frönsk. Ég verð nú bara að segja ykkur það að hún er mesti sóði sem ég hef kynnst ! Hú eldar mest af okkur og þá er ég að tala um þessa þvílíku kjötrétti í hádegis og kvöldmat. Hún eldar í svona tvo tíma í senn og skilur alltaf pottana eftir með svona kjötleyfum og viðbjóði á eldavélinni, mín er ekki sátt og svo stinkar allt eldhúsið alla daga allan daginn. Mér líkar betur við Ketura, hún er eins og ég, borðum bara eitthvað einfalt og þrífum eftir okkur strax. Kannski ekki eins mikil næring í okkar fæðu en kommon það er alveg hægt að elda eitthvað skárra en þetta ógeð sem þessi franska er að elda. Þetta er ekki svona kjúklingur í pestó eða venjulegir pottréttir heldur einhverjir alþjóðaréttir sem ég hef aldrei séð áður. Svo er hún alltaf að bjóða mér einhver te sem lykta mjög illa og bragðast alveg hræðilega, á víst að vera gott fyrir mann en einhvernvegin held ég frekar að þetta séu einhver Indjánate með einhverju í sem er ekki leyfilegt :P
Ég er kannski svolítið dómhörð en ég varð að koma þessu frá mér :) Ég skal reyna að læra að umbera hana og skilja.
Í gær gerði ég nákvæmlega ekki neitt. Ég lá bara upp í rúmi og glápti á The good Wife, hitaði mér súpu og smurði brauð og fór svo aftur inn og glápti þangað til ég fékk mig fullsadda af því að vera svona mikið ógeð og skrapp út á kaffihús hérna á móti. Þar fékk ég mér einn bjór og horfði á fólk skemmta sér því í dag þá var Bank Hollyday sem þýðir frí fyrir skólafólk, mjög gott :) Ég fékk engan til að koma með mér, reyndar ekki úr mörgu að velja, Ketura var ekki til í að gera neitt og ekki Amira heldur.
Í dag fóru ég og Ketura í göngutúr meðfram ánni hérna rétt hjá okkur og röltum svo uppá verslunargötuna Buchanan street því ég þurfti að finna mér rúmteppi. Ég kveikti á ofninum í gærkvöldi og lokaði glugganum því mér var kalt en svo vaknaði ég í nótt að kafna ! Sko í alvöru ég náði varla andanum það var svo heitt inn í herberginu mínu, ofninn orðinn þvílíkt heitur, fyrsta skipti sem ég nota hann og það er ekkert hægt að velja hversu heitan maður vill hafa hann heldur þarf maður að velja, hafa hann á sjóðandi eða slökkva og frjósa. Hvar er millivegurinn !! Ég veit er alltof góðu vön.

Nóg í bili en eitt að lokum, breska númerið mitt er : +447857116241
Kv. Svava

1 comment:

  1. Elsku systir, gangi þér vel að reyna venja Frakka á einfaldara mataræði eða meira hreinlæti. Það eina sem dugir er að setja upp einhvers konar fjárhagslegt aðhaldskerfi - 1 pund fyrir hvern klukkutíma sem skítugt fær að standa eða álíka.

    Hljómar annars eins og boltinn rúlli vel af stað, hlakka til næstu færslu :-)

    ReplyDelete