Wednesday, September 15, 2010

Dagur tvö

Jæja gott fólk þá er annar dagurinn búinn og við erum mjög ánægðar hér í Glasgow.
Við vöknuðum eldsnemma, eða klukkan 8 til að ná morgunmatnum hérna á hótelinu og okkur tókst það. Fórum niður frekar meyglaðar og prófuðum þennan dýrindis morgunmat, feitar pulsur, dósabaunir, eitthvað djúpsteikt, perur í dós og svo þennan venjulega morgunmat, ristað brauð og kaffi.
Eftir það fórum við uppí herbergi og steinsofnuðum,  vorum að springa, erum hvorugar vanar að borða svona mikinn og stóran morgumat.
Rétt eftir hádegi, eftir að vera búnar að drusla okkur í sturtu og fá okkur kaffi þá komumst við loksins í gírinn og fórum út á verslunargötuna hér rétt fyrir neðan. Fengum okkur ágætis hádegismat á stað sem kallast Budda. Án gríns maturinn var mjög fínn þrátt fyrir nafnið. Ég fékk mér Cajun kjúklingasamloku og mamma fékk sér Maccaroni cheese og auðvitað fengum við okkur bjór með, hvað annað J
Svo var ferðinni heitið niður götuna. Mamma skoðaði gleraugu á sig og svo fórum við í símabúð sem heitir O2 og ég keypti mér símkort. Nýja breska númerið mitt er glatað en allt í lagi, það man hvort eð er engin símanúmer lengur.
Eftir smá labbitúr inní nokkrar búðir enduðum við með nokkra poka, ekki marga samt, ekki alveg nógu sátt með það að minn poki var stærri en mömmu þó svo að ég eigi engan pening og mamma kom hingað til að versla sér föt. Hún fékk að taka með sér sirka 8kg á meðan ég tók svona 60 !
Kvöldmatinn borðuðum við á stað sem heitir Bloc sem er svona lítill staður ofan í kjallara, voða kósí og alveg örugglega svona námsmannapöbb. Tvær pizzur á 7,95 pund, geri aðrir betur.
Fórum svo heim eftir það og hvíldum lúginn bein en sú hvíld stóð ekki lengi því ég dróg elsku mömmu mína á tvo pöbba hér rétt fyrir neðan. Fyrri var svona íþróttapöbb sem breyttist í skemmtistað seinna um kvöldið. Það streymdu inn fáklæddar ungar stelpur þegar við vorum að fara út. Það er víst opið á svona stöðum til 3 virka daga hvað er það? Er fólk ekki í vinnu eða skóla hérna ?? Ég spurði reyndar einn skota þarna fyrir utan hvort svona ungt fólk hafði ekkert að gera á daginn og hann svaraði bara að þessir krakkar sem væru í menntaskóla mættu í tíma og svæfu.
Hinn barinn sem við enduðum á var mjög fínn og við munum klárlega fara þangað aftur J

Kveð í bili
Svava

2 comments:

  1. This comment has been removed by the author.

    ReplyDelete
  2. Þetta er svona líka hér, allt opið til þrjú alla daga.. og svo er svo fáránlegt.. það er ekkert opið lengur á fös og lau ???
    En liðið sem djammar aðalega á virkum hér er vaktavinnufólk, fólk sem vinnur seinnipart dags, túristar, einhverjir nemar og bótaþegar :þ

    ReplyDelete