Wednesday, September 22, 2010

Enginn sambýlingur ?

Jæja komin tími á annað blogg.
Við mamma skruppum til Edinburgh á sunnudaginn og sáum sko ekki eftir því. Vorum 50mín á leiðinni með lest og er lestarstöðin alveg á besta stað í Edinburgh þannig við þurftum ekki að labba langt til þess að sjá alveg þvílíkt fallegt útsýni. Endalaust af fallegum gömlum húsum uppá hæðinni þar sem kastalinn er. Við röltum aðeins um á verslunargötunni og kíktum rétt inní H&M og viti menn, ég fann loksins jakkann sem ég var búin að leita af útum allt. Já mér vantaði jakka !
Svo röltum við upp brekkuna upp að kastalanum sem lokaði á nefið á okkur en það er allt í lagi ég fer bara aftur seinna og kíki inn. Endalausar brekkur um allt og ég held ég sé búin að gera útaf við mömmu, hún er örugglega glöð að vera komin heim núna
J
Við vorum mjög heppnar með veður, sól og ylur í lofti. Allavega ekkert til að kvarta yfir. Reyndar er veðrið búin að vera mjög fínt í heila viku, var verst fyrsta daginn því þá var rok og rigning sem er ekki í uppáhaldi. Þarf örugglega að venjast því samt.
Á mánudaginn þegar ég var búin að kaupa mér prentara fóru ég og mamma með hann í íbúðina mína og bjóst ég sterklega við því að hitta nýju herbergisfélagana en nei enginn mættur, með hverjum á ég að búa eiginlega? Á ég að fara að kaupa mér einn gaffal og einn hníf ? Hver á að elda fyrir mig? Hver á að sjá til þess að ég vakni á morgnanna ? 
Þegar ég mætti á þriðjudagsmorguninn var ein komin og hún segist kunna að elda þannig það er allt gott og blessað, hjúkk
J
Eftir að hafa druslast með prentarann og eitthvað meira dót þá fóru ég og mamma aðeins í búðir og fundum mjög falleg föt á mömmu í búð sem heitir bhs, svona svipuð búð og Debenhams. Mamma verður algjör skvísa í vetur í nýju fötunum sínum J
Við mamma skruppum á pöbbinn okkar síðasta kvöldið okkar saman, mánudagskvöldinu og fengum okkur Tennents sem er í uppáhaldi hjá okkur. Þar sátu kallar á móti okkur og gláptu svoleiðis á okkur að það var ekki hægt að tala saman. Við færðum okkur þá og þá fóru þeir. Ef þetta hefðu verið einhver augnakonfekt þá hefði ég klárlega reynt að fá mömmu til að næla sér í annan þeirra og þá gæti hún verið hérna í Skotlandi með mér J
Í gær eftir að mamma var farin þá rölti ég uppí skóla til að skrá mig inn en það var ekki séns á því, röðin var það löng að þeir voru hættir að leyfa fleirum að fara í hana því annars gætu þeir ekki lokað á réttum tíma. Klikkun. Skil ekki af hverju þetta er ekki bara rafrænt eins og allt annað þegar nemendurnir eru þetta margir. 5 daga registration er bara ekki nóg fyrir allan þennan fjölda. Eftir það rölti ég uppá verslunargötu og fékk mér Subway, vá ég var eitthvað svo einmanna allt í einu, enginn sem ég þekki hérna og var svo alls ekki að nenna að skoða föt þannig ég fór heim.
Þegar heim var komið ákvað ég að fara í heita og góða sturtu og dúlla mér eitthvað en neeeii þá þurfti ég að byrja á því að ýta á takka svo vatnið hitnaði og það tók heila eilífð ! Ég var orðin svo óþreygjufull á sloppnum að ég bara skellti mér í kalda sturtu, fokk hvað þetta var versta sturta ever og var ég frosin eftir hana í langan tíma eftir. Alveg glatað ! Ég þarf semsagt að vakna klst áður en ég ætla í sturtu á morgnanna ef ég ætla fyrir skóla, hvað er það? Geta þeir ekki fundið lausn á þessu rugli ? Lækkað rafmagnskostnaðinn svo ég þurfti aldrei að slökkva á vatnshitaranum ? Ég er of góðu vön greinilega.
Eftir að ég hafði jafnað mig á þessari sturtu þá spjallaði ég aðeins við sambýlinginn hana Ketura. Hún er mjög næs, búin að vera að vinna í New York síðustu árin í Deutche bank og lærði áður Finance í háskóla og er nú að fara í MSc í International Finance. Ég plataði hana á kaffihúsið hérna við hliðina og við fengum okkur bjór og skoðuðum potta og pönnur á netinu, gerist ekki betra J
Eftir það ákváðum við að kíkja aðeins á Union sem er skemmtistaður á háskólasvæðinu þar sem drykkurinn er á 99p. Þegar við röltum fyrir hornið sáum við þessa svakalegu röð, já mikið rétt það var svona 3-4 tíma röð fyrir utan !! Ekki séns að við færum í þessa röð ! Ætli maður þurfti ekki bara að mæta klukkan 3 að degi til þegar þeir opna til að komast inn án þess að bíða. Ég er ansi hrædd um að margir í grunnnáminu eigi ekki eftir að læra mikið hérna.
 Eftir það röltum við á lítinn bar svolítið lengra frá þar sem var trúbador að spila. Miklu skemmtilegra fyrir svona gamlingja eins og okkur á þriðjudagskvöldi J Þar spjölluðum við helling og kynntumst betur, ánægð með það, nú er ég ekki lengur ein hérna í Glasgow  J

Kveð í bili
Svava

3 comments:

  1. Hæj Svabbi minn!
    Ég er loksins komin heim frá London og farin að lesa bloggið þitt. Gaman að heyra hvað var gaman hjá ykkur mömmu þinni og hvað gengur vel! :)
    Vertu dugleg að skrif hér í vetur svo ég geti fylgst með þér.
    Knús og kram *

    ReplyDelete
  2. Það er fyrir öllu að vera með skemmtilegan sambýling :) en ömó með svona sturtumál!!! við erum of góðu vön hérna á íslandi það er klárt mál.

    ReplyDelete
  3. Ég fór í mjög góða sturtu í gær, heita og ágætis buna :)

    ReplyDelete