Tuesday, September 14, 2010

Fyrsti dagurinn í Glasgow

Hæ hó
Ég og mamma erum lentar í Glasgow og erum alveg að njóta lífsins.
Ferðin byrjaði erfiðlega og er ástæðan einföld, sváfum ekki nema rétt rúmlega 1klst !! Ómar elskulegastur kom að sækja okkur rétt uppúr 5 í morgun og skutlaðu okkur á völlinn. Þar fórum við mamma beint í það að prenta út töskumiðana því Tinna yndislega var búin að bóka okkur í flugið kvöldið áður. Komum svo uppí flugstöð og að sjálfsögðu var keypt smá íslenskt áfengi og já áfengi ;)
Þegar við komum inní flugvélina vonuðumst við til þess að fá eitt aukasæti á milli okkar en nei fengum við ekki leiðinlegustu kellingu sem við höfum nokkurn tíman komist í tæri við á ævinni !! Ég hef aldrei vitað annað eins, hún byrjaði strax að tuða yfir því að ég væri með allt of stóran og þungan handfarangur og svo þegar við vorum sestar þá byrjaði hún að kvarta í flugfreyjuna að ég væri ekki  búin að setja handfaragurinn undir sætið og að mamma væri að drekka kók svona rétt fyrir flugtak. Hvað er að sumu fólki? Þarf það að vera að skipta sér að öllu sem aðrir gera? Við mamma erum búnar að komast að niðurstöðu, hún á mjög bágt og öfundar okkur að einhverjum ástæðum.
Flugið okkar var tengiflug og við vissum að við áttum að fljúga fyrst til Manchester og svo bíða þar í vélinni í um klst og fljúga beint til Glasgow en neeeeii bretarnir ákváðu að vera svolítið mikið pirrandi og fá alla út úr vélinni í tjekk, böggandi !! Ég sem hef aldrei á ævinni verið með eins stóran handfarangur þurfti að labba upp og niður stiga til þess að komast að tollahliðinu til þess að láta tjekka AFTUR hvort ég væri með sprengjur eða vökva á mér !! Ég og mamma ætluðum aldrei að jafna okkur á þessu en við lifðum þetta af og komum til baka í vélina kósveittar og ógeðslegar (vorum það auðvitað ekki, það er auðvitað ekki möguleiki).
Eftir fjögra og hálfstíma flugbras þá lentum við í Glasgow, þvílík gleði og ánægja að vera loksins lentar á áfangastað. Það fyrsta sem við gerðum var að kaupa okkur eitthvað að drekka og viti menn, mamma fékk skorskt dagblað í kaupbæti með vatninu en gaman Jn

Sólin brosti við okkur þegar við lentum og var það ekki eitthvað sem við bjuggumst við því það var búið að spá SHOWER RAIN…sú veðurspá rættist reyndar seinna um daginn.
Tókum svo leigubíl upp að hóteli sem við munum gista á næstu vikuna, ég fæ mitt námsmannaherbergi ekki afhent fyrr en næsta laugardag. Hótelið sem heitir Victorian House Hotel er voðalega heimilislegt og notalegt og allir rosalega elskulegir hérna. Versta við hótelið að mér finnst er að það er roslega lítið netsamband inn í herberginu, samt hægt að fara niður í lobby og fá það fullt.

Eftir að hafa andað djúpt og fara aðeins úr skónum til að lofta um tærnar þá skelltum við okkur beint út og byrjuðum að labba í átt að skólasvæðinu, langaði svo a sjá í hvaða skólabyggingu ég á eftir að verja næsta árinu í og hvar ég mun búa. Stoppuðum á pöbb á leiðinni og fengum okkur að borða. Mamm fékk sér kolamola í brauði sem kallast víst hamborgari og ég fékk mér mjög ágætt Lasange.
Ég er svolítið out of campus en það er ekkert svo langt að labba á milli en samt mjög brött brekka á einum stað. Ég verð bara með ofur sterk læri eftir árið J

Eftir mikið labb þá lögðum við af stað í átt að hótelinu, stoppuðum á Starbucks og fengum okkur hálfan lítra af kaffi hvor og endurnærðumst alveg. Skoðuðum verslunargötu ekki langt frá hótelinu sem við ætlum klárlega að fara á aftur sem fyrst.

Við erum búnar að sjá það að þó svo að þessi breska beygla í flugvélinni var svona pirrandi þá eru Skotar alveg æðislegir, kurteisir afslappaðir og ekkert svo ljótir eins og ég var búin að heyra.

Nú sitjum við mamma alveg búnar eftir daginn og hlökkum til að vakna klukkan 8 í fyrramálið til að fá okkur morgunmatinn sem hótelið bíður upp á, spurning hvort það sé allt sem boðið er upp á sé djúpsteikt, kemur í ljós.

Kveð í bili

Svava

7 comments:

  1. Vildi bara kvitta fyrir mig þar sem mér finnst dónaskapur að lesa og kvitta ekki fyrir sig. Gaman að lesa og hlakka til að fylgjast með þér! Hvað ertu að fara læra annars? Gangi þér rosa vel, knús Sif Sigþórs :)

    ReplyDelete
  2. Gaman að heyra frá þér skvís, ég mun fylgjast með þér hérna það er alveg klárt mál! ;) Gangi þér vel elskan, kv Heiða

    ReplyDelete
  3. Hehehe... týpiskt þið að lenda hjá svona kjellu eftir svona lítinn svefn :) enn alveg yndislegt að geta fylgst með þér hérna!!! njóttu þess að hafa múttu þarna í þessa viku og skemmtið ykkur æðislega vel, rembingsknús á ykkur mæðgur.
    Kv. Erna

    ReplyDelete
  4. MJÖG hressandi og skemmtileg færsla, þú átt alltaf að eiga blogg elsku systir :-)

    Góða skemmtun mæðgur!

    ReplyDelete
  5. OMG... ég hugsaði svo mikið til þín síðustu helgi og var alltaf á leiðinni að hringja í þig og kría út kveðjuknús! Og svo ertu bara farin! Hlakka til að fylgjast með blogginu þínu skvísa :)

    Knús og kossar
    Soffía

    ReplyDelete
  6. Vá en pirrandi gella í flugvelinni!

    Gaman að þú sért komin með blogg, hlakka til að geta fylgst með þér sæta mín :)

    kv Sunna

    ReplyDelete
  7. Gaman að sjá að ég get lesið um ævintýri þín í útlandinu. Hlakka til að fylgjast með þér í vetur.
    Vona að þér gangi vel elsku frænka :)
    Kyss og knús
    Sigrún Ösp

    ReplyDelete