Sæl veriði
Ég sit hérna í rúminu mínu og læri, borða og sef. Þetta er ég búin að gera síðustu daga og ekkert annað. Fólk er svo hrætt við að fara út að það er enginn til í að njóta fallega veðursins með mér :(
Skólinn er búin að vera lokaður núna síðustu daga og er hann einnig lokaður á morgun, hneiksl, en það versta er að ég er sko alveg að venjast því að vera svona löt, á eftir að vera mjög erfitt að vakna og mæta í tíma loksins þegar þetta "óveður" líður undir lok.
Síðasta helgi var æði, skrapp í tvö partý af fjórum sem mér var boðið í og kynnist fullt af skemmtilegum og fjölbreyttum hópi fólks, ekki slæmt ;)
Eins og þið kannski flest vitið þá var ég að eignast lítinn sætan frænda, já loksins kom að því að einhver af okkur systkinunum fjölgaði, verðum að viðhalda þessum frábæru genum :) Ég er búin að vera að segja vinumn mínum í skólanum fréttirnar og það fyrsta sem ég er spurð er, hvað heitir hann? Erum við þau einu sem leynum nafninu fyrir skírn? Ég veit það eru ekki allir sem skíra en er hefðin annarsstaðar að nefna börnin strax og þau eru fædd eða jafnvel fyrr?
Ég er mikið búin að pæla í hvað ég á að kaupa handa mínum nánustu í jólagjöf en það er ekki auðvelt verk þannig ég yrði þakklát fyrir allar hugmyndir, getið sent mér facebook skilaboð :)
Jæja ég ætla að halda áfram að vera löt uppí rúmi og klára skólaverkefnin mín, þau síðustu fyrir jól jei :)
Ísland eftir 10 daga hlakka rosa mikið til og vonast til að sjá ykkur sem flest :)
Kveðja
Latabæjar-Svava
Wednesday, December 8, 2010
Wednesday, November 24, 2010
Helgarferð til London
Skrapp til London um helgina að hitta Völu og við gistum hjá Kötu skvísu í vestur endanum.
Ég lagði af stað að heiman um 5 leytið á föstudagsmorgun til til að ná flugrútunni. Ég var búin að ákveða að taka hana við George square en þegar ég spurði mann á leiðinni hvar hann stoppaði nákvæmlega sagði hann mér að ég þyrfti að fara alla leið uppá Buchanan á aðalstoppistöðina en ég sagði við hann að hún stoppaði einhversstaðar hér rétt hjá en hann þvertók fyrir það og sagði að ég yrði að fara upp brekkuna þannig ég hljóp af stað og rétt náði í skottið á bussinum móð og sveitt. Þegar við keyrðum af stað þá sá ég að ég hafði alveg rétt fyrir mér, hann stoppaði fimm skrefum frá þeim stað sem ég stóð á og talaði við manninn. Lærði mínu texíu þarna, aldrei trúa ókunnugum !
Á flugvellinum hér í Glasgow lærði ég aðra lexíu, ekki trúa því sem bekkjabræður segja. Ég var að pæla hvað maður mætti taka með sér af vökva í handfarangri daginn áður, þá sagði bekkjabróðir sem bjó í London að það mætti örugglega taka 250ml um borð þannig ég pakkaði nýja kreminu mínu ofan í tösku og glataði því auðvitað á flugvellinum því limitið er 100ml ! Ég hefði auðvitað átt að vita betur og athuga það á netinu áður en ég lagði af stað en ég trúi því að fólk viti hvað það er að segja, bulla ekki bara !
Jæja eftir stutt og laggott flug þá tók biðin við, Vala var búin að segja að hún ætti að lenda 10:15 en aftur gerði ég þau mistök að trúa náunganum því hún lenti 11:15 en ég fyrirgef Völu minni það J Ég skemmti mér ágætlega þarna ein fyrstu klukkustundirnar í London því ég fékk að fylgjast með mjög skemmtilegri stund þegar maður með blómvönd uppstrílaður og fínn beið eftir kærustunni greinilega stressaður og spenntur því hann labbaði fram og til baka og leit á úrið sitt svona hundrað sinnum á þessum rúmlega hálftíma, mjög krúttlegt, sjá myndir á facebook. Ég sá svo mann gera jógaæfingar í einu horninu og þegar Vala kom sáum við hóp af strákum steggja vin sinn sem var klæddur brúðarklæðum, mjög fyndið J
Ég og Valan komumst heilu og höldnu til Kötu skvísu með skýru leiðbeiningunum hennar. Tókum Greenline frá Luton flugvelli og svo subwayinn restina. Verð að segja að mér líkar betur við lestarnar þarna, þessar í Glasgow eru svo litlar að maður getur ekki einu sinni staðið upprettur, hvaða rugl er það?
Byrjuðum á því að tjilla aðeins og drifum okkur svo í moll rétt hjá sem er víst stærsta í evrópu(vona að ég fari með rétt mál). Ég tók eftir því daginn áður en ég lagði af stað að hælarnir á einu stígvélunum sem ég á eftir hérna eru uppurnir, þvílíkur bömmer og ég sem ætlaði loksins að vera pæja ! Já semsagt fórum í mollið til að finna skó en ég tímdi ekki að kaupa neina svo ég lét mig hafa það að vera í gömlu lúnu. Settumst svo á kaffihús og fengum okkur bjór og mat, mmmm bjórinn var ofsa góður J
Eftir það kíktum við á stað hinum megin við götuna og þar byrjar allt í einu einn gaur að spjalla við okkur, á íslensku. Hef ekki enn lent í þessu hér í Glasgow en það er auðvitað af því að það búa ekki eins margir okkar tegundar hér. Þessi maður var mjög drukkinn og var mjög duglegur að strauja kortið sem gladdi okkar buddur.
Á laugardeginum kíktum við Vala einn túristarúnt, fórum á vax safnið, löbbuðum niður að Big Ben og kirkjunni og því og sáum London Eye, varð eiginilega bara lofthrædd á að horfa á það. Svo enduðum við að sjá Buckingham Palace, því miður sáum við eiginlega ekki verðina þar fyrir utan því það var orðið svo dimmt. Eftir það drifum við okkur heim því þetta tók allan daginn og við orðnar kaldar, svangar og þyrstar. Um kvöldið lá leið okkar down town því Kata reddaði okkur á gestagista á einhverjum flottur stað en það var svo dýrt að fara inn þannig við enduðum á að fara aftur heim og á stað rétt heima hjá henni, kannski pínu búlla en við skemmtum okkur ljómandi vel J
Rólegur sunnudagur tók svo við og við fórum og fengum okkur að borða og löbbuðum um í vesturendanum.
Takk Katrín fyrir gistingu og æðislegan félagsskap og takk Vala fyrir frábæran endurfund J
Endilega skoðið myndir á facebook London 2010 J
Kveð í bili
Túrista-Svava
Monday, November 15, 2010
Fréttir og jólapælingar
Það styttist í London, aðeins 4 dagar og þá fæ ég loksins að knúsa Völu mína og auðvitað Kötu líka, get ekki beðið :)
Planið er semsagt að skreppa til London að hitta Völu því það er svo dýrt að skreppa í helgarferð til Ítalíu þannig við ákváðum að gera þetta frekar, hittast á miðri leið og gista hjá henni Kötu sætu söngvamær. Gott að komast aðeins í burtu, búið að vera frekar mikið stress að byrja svona í skóla í útlandinu. Er nefnilega ansi hrædd um að ég verði lærandi allt jólafríið á klakanum.
Nú er ég byrjuð að spá og spekúlega hvað ég á að gefa fólkinu mínu í jólagjöf og líka hverjum ég er að fara að gefa, ekki alveg viss með það :)
Óskalistar eru vel þegnir og endilega látið mig vita ef ég á að kaupa eitthvað hérna úti fyrir ykkur sem allra fyrst, væri gott að klára það fyrr en seinna :)
Ef einhver er að spá hvað er að frétta af vinkonu minni hérna hinum megin við vegginn þá er ástandið ekkert að breytast, ég er bara orðin ónæm en hinn meðleigjandinn minn er að fara yfirum af pirringi, ekki gott því hún þarf að einbeita sér að mun mikilvægari hlutum sem er ALLT annað en þetta.
Geir og Þórey ég hugsa mikið til ykkar, ekki nema um vika eða svo eftir, vá tíminn flýgur :)
Jæja elskurnar mínar, Im off to bed
Ég er með skype ef þið viljið adda mér: svava.agustsdottir
Bæ í bili !
Planið er semsagt að skreppa til London að hitta Völu því það er svo dýrt að skreppa í helgarferð til Ítalíu þannig við ákváðum að gera þetta frekar, hittast á miðri leið og gista hjá henni Kötu sætu söngvamær. Gott að komast aðeins í burtu, búið að vera frekar mikið stress að byrja svona í skóla í útlandinu. Er nefnilega ansi hrædd um að ég verði lærandi allt jólafríið á klakanum.
Nú er ég byrjuð að spá og spekúlega hvað ég á að gefa fólkinu mínu í jólagjöf og líka hverjum ég er að fara að gefa, ekki alveg viss með það :)
Óskalistar eru vel þegnir og endilega látið mig vita ef ég á að kaupa eitthvað hérna úti fyrir ykkur sem allra fyrst, væri gott að klára það fyrr en seinna :)
Ef einhver er að spá hvað er að frétta af vinkonu minni hérna hinum megin við vegginn þá er ástandið ekkert að breytast, ég er bara orðin ónæm en hinn meðleigjandinn minn er að fara yfirum af pirringi, ekki gott því hún þarf að einbeita sér að mun mikilvægari hlutum sem er ALLT annað en þetta.
Geir og Þórey ég hugsa mikið til ykkar, ekki nema um vika eða svo eftir, vá tíminn flýgur :)
Jæja elskurnar mínar, Im off to bed
Ég er með skype ef þið viljið adda mér: svava.agustsdottir
Bæ í bili !
Thursday, November 11, 2010
I´m back !
Heil og sæl kæru vinir og fjölskylda
Hvar á ég að byrja ?
Þar sem ég er búin að vera í prófum þá ákvað ég að drepa ykkur ekki með leiðinlegum færslum síðustu vikur. Medical Science búið J
Mér leið eins og frjálsum fugli síðustu helgi þar sem ég gat loksins gert eitthvað annað en að sitja inní herbergi allan daginn öll kvöld, það er ekki hollt að sitja svona lengi við og sérstaklega ekki þegar maður gleymir að borða og sofa :S
Mér líður mun betur núna, nýju kúrsarnir eru að starta hratt en ég ætla að halda í við svo ég geti nú notið jólanna heima með mínum nánustu, get ekki beðið eftir að knúsa alla og fá að kynnast ófædda Geirssyni aka herra Snoppufríðum. Já ég bara trúi ekki öðru en að hann verði sætasti strákurinn í bænum fyrst hann á svona fallega foreldra (stóran pakka fyrir þetta takk J).
Ég kíkti í lunch á laug með Chiara, stelpu frá Filippseyjum sem er hér í námi líka. Fórum á Nandos, góður staður mæli með honum. Kíkti svo aðeins í búðir á leiðinni heim, greip með mér bol og kjól og skundaði heim. Rétt áður en ég ætlaði að sturta mig fyrir kvöldmat þá byrjar þetta leiðindar væl, já mikið rétt, þessi leiðindar brunabjalla byrjar að æpa þannig það var ekkert annað í stöðunni nema að koma sér út. Ég vona að þetta gerist ekki oft þegar líður á veturinn því það var alveg nógu kalt að standa þarna úti í 3 stiga hita.
Það héldu allir að þetta væri ekkert en þegar ég spurði aðstoðarmanninn í húsinu þá sagði hann mér að það hafi verið eldur í einni íbúðinni, bara lítill en samt. Einhver sem hefur brennt matinn sinn... ég gerði það reyndar í kvöld en sem betur fer fór kerfið ekki í gang :P
Það héldu allir að þetta væri ekkert en þegar ég spurði aðstoðarmanninn í húsinu þá sagði hann mér að það hafi verið eldur í einni íbúðinni, bara lítill en samt. Einhver sem hefur brennt matinn sinn... ég gerði það reyndar í kvöld en sem betur fer fór kerfið ekki í gang :P
Á sunnudaginn fór ég að hitta skvísurnar Fanney og Ellen og eyddi deginum með þeim. Æðislegur dagur, svo gaman að hitta þær. Þegar heim var komin lagðist ég upp í og naut þess að þurfa ekki að opna bók eitt kvöld enn.
Jæja ég looooofa að skrifa aftur sem allra fyrst, fer ekki í próf aftur fyrr en í janúar þannig það ætti allavega ekki að stoppa mig J
Hafiði það gott í snjónum heima og ekki spara aurinn þegar kemur að dekkjakaupum, vil ekki að einhver slasist.
Glasgow-kveðja
Svava
Friday, October 22, 2010
Anatomy
Sæl veriði yndislega fólk sem gefur sér tíma til að heimsækja síðuna mína.
Langaði til að deila með ykkur nokkrum myndum úr Líffærafræðitíma. Ég hef aðeins einu sinni tekið myndir þar því ég kann ekki alveg við að taka myndir þegar kennarinn og nemendurnir eru mættir. Eftir fyrsta tíman þegar ég og Aisling mættum alltof seint, því við villtumst á leiðinni, þá komum við extra snemma vikuna þar á eftir. Þessir tímar eru nefnilega kenndir í Glasgow Uni.
Fyrst þegar ég sá þessa líkamsparta liggjandi um víð og dreif í stofunni vissi ég ekki alveg hvað væri í gangi, illa lyktandi og ógeðfellt. En núna er maður aðeins að venjast þessu, búin að halda á þessu og snerta eins og ekkert sé venjulegra. Prófið í Anatomyunni verður þannig að 25 svona pörtum verður raðað upp í stofu og við eigum að labba á milli og svara spurningum eins og, hvað er örin að benda á og hvaða hlutverki viðkomandi líffæri gegnir eða eitthvað því um líkt. Það verður leikur einn, vonandi :)
Enjoy ! :)
Kveð í bili
Svava
Sunday, October 17, 2010
Lífið gengur sinn vanagang
Já ég veit, löngu komin tími á bloggfærslu !
Lífið gengur bara sinn vanagang; skóli, heim, ræktin (stundum, alltof sjaldan), heim, borða, læra, horfa á þátt, sofa.
Það rigndi í dag, eiginlega farin að undrast um rigninguna því það er búið að vera alveg fínasta veður frá því ég kom fyrir um mánuði síðan. Ég sem var búin að heyra að það væri alltaf rigning í Glasgow.
Það rigndi í dag, eiginlega farin að undrast um rigninguna því það er búið að vera alveg fínasta veður frá því ég kom fyrir um mánuði síðan. Ég sem var búin að heyra að það væri alltaf rigning í Glasgow.
Ég og Ketura bjuggum til verkskipulag svo að það yrði nú alltaf hreint og fínt hjá okkur, héldum allavega að það mundi virka til að fá „suma“ til að þrífa. Ónei það er ekki alveg að virka. Ég var með eldhúsið í síðustu viku sem er voða þæginlegt að sjá um ef allir taka til eftir sig og vaska upp. Ég þurfti auðvitað að skrifa miða og leggja á pottana og uppvaskið svo það mundi einhverntíman fara. Það fór daginn eftir. Þetta var ekki í síðasta skipti heldur er eldhúsið eins og svínastía núna og allt eftir frönsku vinkonuna og hún á að vera að sjá um eldhúsið þessa vikuna ! Gaaa ég held ég sé að missa vitið !! Það er ekki allt á sínum stað þarna uppi, hvernig í and.. á ég að koma henni í skilning um að þrífa eftir sig og fara eftir skipulaginu ??
Það eru liðnar tvær helgar síðan ég bloggaði síðast þannig ég get sagt ykkur að ég er búin að fara aðeins útá lífið hérna. Fór síðustu helgi með Aisling írsku bekkjasystur minni og meðleigjendunum hennar á stað sem heitir Butterfly and the Pig, frábær í alla staði. Var live music, strákar að jazza popplög, frekar töff. Áður en við lögðum af stað þangað gaf ég þeim Opal staup og auðvitað elskaði Aisling það, hún sagði reyndar að það bragðaðist eins og hóstasaft en samt gott hóstasaft J
Daginn eftir skrapp ég út að borða og í bíó með Ketura og Chiara sem er frá Filippseyjum. Ég var nýbúin að segja stelpunum að ég vissi um eina íslenska stelpu í Listaskólanum sem vinur minn þekkir og ætti alltaf eftir að hitta hana, helduru að það kalli ekki einhver fyrir aftan mig í röðinni hjá namminu; Svava ! Jújú þetta var hún Guðrún listamær. Ógeðslega fyndið og við vorum á leiðinni á sömu mynd og allt !
Daginn eftir skrapp ég út að borða og í bíó með Ketura og Chiara sem er frá Filippseyjum. Ég var nýbúin að segja stelpunum að ég vissi um eina íslenska stelpu í Listaskólanum sem vinur minn þekkir og ætti alltaf eftir að hitta hana, helduru að það kalli ekki einhver fyrir aftan mig í röðinni hjá namminu; Svava ! Jújú þetta var hún Guðrún listamær. Ógeðslega fyndið og við vorum á leiðinni á sömu mynd og allt !
Föstudaginn síðasta hitti ég svo Guðrúnu listamær sem er 83 módel úr árbænum. Ég hitti hana og vini hennar á bar sem heitir CCA og fórum svo með leigubíl á annan stað sem ég veit ekki hvað heitir. Sá staður er búin að missa vínveitingarleyfið þannig það var bara tekið með sér bjór, mjög heimilislegt J Rokkband að spila og allir í góðum gír, mest allt fólk í listnámi. Ég þurfti auðvitað að missa síðasta bjórinn minn á jörðina og hann smallaðist, þegar svoleiðis gerist og enginn bar eða búð nálægt þá er ekki mikið gaman.
Nú er ekki nema ein vika eftir af kennslu í kúrsinum sem ég er í núna og svo er bara revision vika og svo próf vikuna eftir það. Úff ég svitna við tilhugsunina !
Endilega komið í heimsókn 5-7.nóv því þá verð ég frjáls eins og fuglinn áður en næstu kúrsar taka við J Þið megið auðvitað koma einhverja aðra helgi eftir það að sjálfsögðu J
Kveð í bili
Endilega commentið !
Sunday, October 3, 2010
Skólavika 1
Þessi vika var ekki lengi að líða, nóg að gera.
Þriðjudagur:
Fyrsti skóladagurinn var á þriðjudaginn og sá ég þá loksins alla bekkjafélagana mína. Ég er semsagt ekki eina stelpan eins og ég hélt heldur erum við allavega svona 15 stelpur en svo eitthvað meira af strákum. Eftir fyrsta tímann, sem var bara svona kynning á námsefninu fyrir fyrstu 4 vikurnar, þá spjallaði ég við eina bekkjasystur frá Írlandi. Við ákváðum að fara samferða í tímann eftir hádegi því við þurftum að fara alla leið í Glasgow University sem er allavega um 50mín labb frá Strathclyde. Við ákváðum að labba þetta bara því við höfðum nógan tíma, lögðum af stað tímalega og allt í góðu með það. Okkur tókst samt að villast og koma 15mín of seint ! Allir mættir nema við alveg týpískt ! Ég hef aldrei fundið eins til í fótunum eins og eftir þessa göngu, var í frekar nýjum skóm en samt búin að labba þá til en greinilega ekki nóg fyrir svona maraþonlabb :/ Sem betur fer tókum við Subwayinn til baka.
Hluti af námsefninu er kennt í Glasgow Uni því þeir eru með svo góða læknadeild og þess vegna förum við þangað til að læra Anatomyuna. Eftir fyrirlesturinn klæddum við okkur í hvíta sloppa og þukluðum aðeins á beinum líkamans með vöðunum og vefjunum á, frekar ógeðslegt viðkomu en samt geggjað J
Hluti af námsefninu er kennt í Glasgow Uni því þeir eru með svo góða læknadeild og þess vegna förum við þangað til að læra Anatomyuna. Eftir fyrirlesturinn klæddum við okkur í hvíta sloppa og þukluðum aðeins á beinum líkamans með vöðunum og vefjunum á, frekar ógeðslegt viðkomu en samt geggjað J
Miðvikudagur:
Skólinn er ekki lengi að byrja hérna þegar hann loksins byrjar heldur er upplýsingaflóðið komið á fullt strax annan skóladaginn. Sem betur fer er þetta efni sem ég hef lært áður þannig ég er ekki eins lost eins og svo margir eru. Þeir eru þrír kennararnir sem kenna þennan kúrs og tala allir mjög skýrt svo allir skilji örugglega sem er frábært.
Ég skráði mig í skólann loksins og á heilsugæslustöðina í dag eftir tíma. Heilsugæslustöðin er þónokkuð langt frá mér. Spítalinn í borginni er stór og ég þurfti að labba allan hringinn í kringum hann til að komast að þeirri byggingu sem ég átti að fara í. Fékk þjú eyðublöð sem ég þurfti að fylla út áður en ég þurfti að standa í heillangri röð því allir í mínu húsnæði og Andrew Uhre Hall áttu að koma milli 4-6 þennan dag. Af hverju ekki að leyfa okkur að koma á fleiri tímum en bara þessum tveimur tímum ?? Ég held að það sé hárrétt að Bretar elska að bíða í röðum. Látum alla koma á sama tíma svo röðin verði sem lengst !
Kíkti í heimsókn til Fanneyjar úr HR um kvöldið þar sem hún flutti í síðustu viku til Glasgow með manninn og litlu sætu stelpuna þeirra. Rosa flott íbúð og fallegur garður rétt fyrir utan. Risa svalir, flott grill og fallegar mubblur sem fylgdu íbúðinni. Þau kunna ekki að kveikja á ofninum þannig það er allt eldað og BAKAÐ á grillinu, já ég meina þetta, ég fékk heimatilbúna pizzu og svo súkkulaðiköku í eftirrétt sem var bökuð á grillinu ! Ótrúlega góð og vel heppnuð, takk fyrir mig Fanney J
Ég skráði mig í skólann loksins og á heilsugæslustöðina í dag eftir tíma. Heilsugæslustöðin er þónokkuð langt frá mér. Spítalinn í borginni er stór og ég þurfti að labba allan hringinn í kringum hann til að komast að þeirri byggingu sem ég átti að fara í. Fékk þjú eyðublöð sem ég þurfti að fylla út áður en ég þurfti að standa í heillangri röð því allir í mínu húsnæði og Andrew Uhre Hall áttu að koma milli 4-6 þennan dag. Af hverju ekki að leyfa okkur að koma á fleiri tímum en bara þessum tveimur tímum ?? Ég held að það sé hárrétt að Bretar elska að bíða í röðum. Látum alla koma á sama tíma svo röðin verði sem lengst !
Kíkti í heimsókn til Fanneyjar úr HR um kvöldið þar sem hún flutti í síðustu viku til Glasgow með manninn og litlu sætu stelpuna þeirra. Rosa flott íbúð og fallegur garður rétt fyrir utan. Risa svalir, flott grill og fallegar mubblur sem fylgdu íbúðinni. Þau kunna ekki að kveikja á ofninum þannig það er allt eldað og BAKAÐ á grillinu, já ég meina þetta, ég fékk heimatilbúna pizzu og svo súkkulaðiköku í eftirrétt sem var bökuð á grillinu ! Ótrúlega góð og vel heppnuð, takk fyrir mig Fanney J
Fimmtudagur:
Mætti í skólann sveitt og ógeðsleg eins og venjulega því það er fáránleg brekka sem ég þarf að labba upp hvern einasta morgun. Ef ég verð ekki komið með klikkaða kálfa eftir árið þá veit ég ekki hvað! Sítrónusýruhringurinn kenndur á innan við klukkutíma. Fegin að hafa lært þetta áður, þarf kannski aðeins að rifja hann upp.
Föstudagur:
Í dag borgaði ég fyrsta hlutann af skólagjöldunum, sem betur fer lækkaði pundið aðeins áður en það var gert.
Skrapp útá lífið um kvöldið og endaði með að fara inná stað sem orð fá ekki líst. Labbaði bara framhjá konunni með posann við innganginn þannig ég sparaði mér þar 5pund J
Skrapp útá lífið um kvöldið og endaði með að fara inná stað sem orð fá ekki líst. Labbaði bara framhjá konunni með posann við innganginn þannig ég sparaði mér þar 5pund J
Í gær hékk ég inni allan daginn og byrjaði að læra aðeins. Gengur erfiðlega að koma sér í lærigírinn eftir rúmlega árs pásu frá því. Hitaði mér mat eins og ég er vön að gera, ekki enn byrjuð að elda en fer að koma að því. Kaupi mér alltaf bara svona tilbúna rétti eins og 1944 sem kosta ekki nema 2pund og svo auðvitað spahetti í dós namm J
Þessi franska sem ég bý með er ekki alveg búin að læra þetta, hún vaskar upp diskana sína en skilur matinn ennþá eftir í pottunum á eldavélinni þannig það er enginn pottur til að nota. Búið að vera í lagi mín vegna til þessa því ég hef ekkert þurft að nota þá en ég gerði það nú reyndar fyrst í dag, fékk mér pasta með kjúklingabitum útí og rjómatómat sósu jammJ Þetta kemur vonandi bráðum, gef henni smá meiri tíma.
Jæja læra læra, kveð í bili
Endilega commentið á bloggið J
Svava
Thursday, September 30, 2010
Alveg komin með nóg !
Ok ég verð að fá álit ykkar, er þessi umgengni í lagi þegar þú býrð með öðru fólki, eða bara almennt ?
Ég er að bilast, þoli ekki að fara inní eldhús lengur því það lyktar og er ógeðslegt !!!
Ég er að bilast, þoli ekki að fara inní eldhús lengur því það lyktar og er ógeðslegt !!!
Monday, September 27, 2010
Fyrsti skóladagurinn á morgun !!
Sæl veriði kæru vinir sem lesið þetta blogg
Á morgun byrjar skólinn loksins eftir mjög gott frí. Ég á að mæta klukkan 9 upp í eitt af hýbýlum skólans sem kallast Wolfson Centre sem verður mitt annað heimili næsta árið. Þá hitti ég loksins bekkjafélagana mína og ég hef á tilfinningunni að meirihlutinn sé strákar. Svolítið fyndið því ég var í stelpubekk(+ Daníel og Ásgeir) í grunnnáminu í HR.
Síðustu dagar hér í Glasgow hafa verið ágætir.
Laugardagur: Fór með Ketura, herbergisfélaganum mínum í verslunarleiðangur og dressaði hana upp svo hún gæti komið með mér að hlusta á smá Jazz um kvöldið. Þegar við komum heim þá var þriðji og síðasti herbergisfélaginn fluttur inn. Hún heitir að ég held Amira og er frönsk. Ég verð nú bara að segja ykkur það að hún er mesti sóði sem ég hef kynnst ! Hú eldar mest af okkur og þá er ég að tala um þessa þvílíku kjötrétti í hádegis og kvöldmat. Hún eldar í svona tvo tíma í senn og skilur alltaf pottana eftir með svona kjötleyfum og viðbjóði á eldavélinni, mín er ekki sátt og svo stinkar allt eldhúsið alla daga allan daginn. Mér líkar betur við Ketura, hún er eins og ég, borðum bara eitthvað einfalt og þrífum eftir okkur strax. Kannski ekki eins mikil næring í okkar fæðu en kommon það er alveg hægt að elda eitthvað skárra en þetta ógeð sem þessi franska er að elda. Þetta er ekki svona kjúklingur í pestó eða venjulegir pottréttir heldur einhverjir alþjóðaréttir sem ég hef aldrei séð áður. Svo er hún alltaf að bjóða mér einhver te sem lykta mjög illa og bragðast alveg hræðilega, á víst að vera gott fyrir mann en einhvernvegin held ég frekar að þetta séu einhver Indjánate með einhverju í sem er ekki leyfilegt :P
Á morgun byrjar skólinn loksins eftir mjög gott frí. Ég á að mæta klukkan 9 upp í eitt af hýbýlum skólans sem kallast Wolfson Centre sem verður mitt annað heimili næsta árið. Þá hitti ég loksins bekkjafélagana mína og ég hef á tilfinningunni að meirihlutinn sé strákar. Svolítið fyndið því ég var í stelpubekk(+ Daníel og Ásgeir) í grunnnáminu í HR.
Síðustu dagar hér í Glasgow hafa verið ágætir.
Miðvikudagur: Missti af International kynningu: Visa blaður og fleira mér óviðkomandi.
Fimmtudagur: Kynning fyrir Master verkfræðinema: Það sem er mér minnisstæðast er þegar einn af kennurunum talaði mjög lengi um nemendur sem afrita verkefni annarra eða þegar efni er tekið af netinu án þess að "kvóta" í höfund og afleiðingar þess ef kennari kemst að því. Maður á semsagt EKKI að gera það :) Svo var talað um ýmislegt sem ég var búin að lesa um áður í handbókinni góðu.
Fimmtudagur: Kynning fyrir Master verkfræðinema: Það sem er mér minnisstæðast er þegar einn af kennurunum talaði mjög lengi um nemendur sem afrita verkefni annarra eða þegar efni er tekið af netinu án þess að "kvóta" í höfund og afleiðingar þess ef kennari kemst að því. Maður á semsagt EKKI að gera það :) Svo var talað um ýmislegt sem ég var búin að lesa um áður í handbókinni góðu.
Föstudagur: Fór í ræktina hérna í skólanum og er ógeðslega stolt af mér að hafa drifið mig. Ræktin hérna í skólanum er alls ekki svo slæm og kostar meðlimakort fyrir árið ekki nema 75 pund. Skrapp svo í Union partý um kvöldið, eða klukkan 6. Það var pakkað þegar ég kom og meirihluti fólks var 17 eða rétt orðið 18 ég get svo svarið það. Ég er greinilega of gömul fyrir þessi partý og mun væntanlega ekki stunda þau.
Laugardagur: Fór með Ketura, herbergisfélaganum mínum í verslunarleiðangur og dressaði hana upp svo hún gæti komið með mér að hlusta á smá Jazz um kvöldið. Þegar við komum heim þá var þriðji og síðasti herbergisfélaginn fluttur inn. Hún heitir að ég held Amira og er frönsk. Ég verð nú bara að segja ykkur það að hún er mesti sóði sem ég hef kynnst ! Hú eldar mest af okkur og þá er ég að tala um þessa þvílíku kjötrétti í hádegis og kvöldmat. Hún eldar í svona tvo tíma í senn og skilur alltaf pottana eftir með svona kjötleyfum og viðbjóði á eldavélinni, mín er ekki sátt og svo stinkar allt eldhúsið alla daga allan daginn. Mér líkar betur við Ketura, hún er eins og ég, borðum bara eitthvað einfalt og þrífum eftir okkur strax. Kannski ekki eins mikil næring í okkar fæðu en kommon það er alveg hægt að elda eitthvað skárra en þetta ógeð sem þessi franska er að elda. Þetta er ekki svona kjúklingur í pestó eða venjulegir pottréttir heldur einhverjir alþjóðaréttir sem ég hef aldrei séð áður. Svo er hún alltaf að bjóða mér einhver te sem lykta mjög illa og bragðast alveg hræðilega, á víst að vera gott fyrir mann en einhvernvegin held ég frekar að þetta séu einhver Indjánate með einhverju í sem er ekki leyfilegt :P
Ég er kannski svolítið dómhörð en ég varð að koma þessu frá mér :) Ég skal reyna að læra að umbera hana og skilja.
Í gær gerði ég nákvæmlega ekki neitt. Ég lá bara upp í rúmi og glápti á The good Wife, hitaði mér súpu og smurði brauð og fór svo aftur inn og glápti þangað til ég fékk mig fullsadda af því að vera svona mikið ógeð og skrapp út á kaffihús hérna á móti. Þar fékk ég mér einn bjór og horfði á fólk skemmta sér því í dag þá var Bank Hollyday sem þýðir frí fyrir skólafólk, mjög gott :) Ég fékk engan til að koma með mér, reyndar ekki úr mörgu að velja, Ketura var ekki til í að gera neitt og ekki Amira heldur.
Í dag fóru ég og Ketura í göngutúr meðfram ánni hérna rétt hjá okkur og röltum svo uppá verslunargötuna Buchanan street því ég þurfti að finna mér rúmteppi. Ég kveikti á ofninum í gærkvöldi og lokaði glugganum því mér var kalt en svo vaknaði ég í nótt að kafna ! Sko í alvöru ég náði varla andanum það var svo heitt inn í herberginu mínu, ofninn orðinn þvílíkt heitur, fyrsta skipti sem ég nota hann og það er ekkert hægt að velja hversu heitan maður vill hafa hann heldur þarf maður að velja, hafa hann á sjóðandi eða slökkva og frjósa. Hvar er millivegurinn !! Ég veit er alltof góðu vön.
Nóg í bili en eitt að lokum, breska númerið mitt er : +447857116241
Kv. Svava
Wednesday, September 22, 2010
Enginn sambýlingur ?
Jæja komin tími á annað blogg.
Við mamma skruppum til Edinburgh á sunnudaginn og sáum sko ekki eftir því. Vorum 50mín á leiðinni með lest og er lestarstöðin alveg á besta stað í Edinburgh þannig við þurftum ekki að labba langt til þess að sjá alveg þvílíkt fallegt útsýni. Endalaust af fallegum gömlum húsum uppá hæðinni þar sem kastalinn er. Við röltum aðeins um á verslunargötunni og kíktum rétt inní H&M og viti menn, ég fann loksins jakkann sem ég var búin að leita af útum allt. Já mér vantaði jakka !
Svo röltum við upp brekkuna upp að kastalanum sem lokaði á nefið á okkur en það er allt í lagi ég fer bara aftur seinna og kíki inn. Endalausar brekkur um allt og ég held ég sé búin að gera útaf við mömmu, hún er örugglega glöð að vera komin heim núna J
Við vorum mjög heppnar með veður, sól og ylur í lofti. Allavega ekkert til að kvarta yfir. Reyndar er veðrið búin að vera mjög fínt í heila viku, var verst fyrsta daginn því þá var rok og rigning sem er ekki í uppáhaldi. Þarf örugglega að venjast því samt.
Svo röltum við upp brekkuna upp að kastalanum sem lokaði á nefið á okkur en það er allt í lagi ég fer bara aftur seinna og kíki inn. Endalausar brekkur um allt og ég held ég sé búin að gera útaf við mömmu, hún er örugglega glöð að vera komin heim núna J
Við vorum mjög heppnar með veður, sól og ylur í lofti. Allavega ekkert til að kvarta yfir. Reyndar er veðrið búin að vera mjög fínt í heila viku, var verst fyrsta daginn því þá var rok og rigning sem er ekki í uppáhaldi. Þarf örugglega að venjast því samt.
Á mánudaginn þegar ég var búin að kaupa mér prentara fóru ég og mamma með hann í íbúðina mína og bjóst ég sterklega við því að hitta nýju herbergisfélagana en nei enginn mættur, með hverjum á ég að búa eiginlega? Á ég að fara að kaupa mér einn gaffal og einn hníf ? Hver á að elda fyrir mig? Hver á að sjá til þess að ég vakni á morgnanna ?
Þegar ég mætti á þriðjudagsmorguninn var ein komin og hún segist kunna að elda þannig það er allt gott og blessað, hjúkk J
Þegar ég mætti á þriðjudagsmorguninn var ein komin og hún segist kunna að elda þannig það er allt gott og blessað, hjúkk J
Eftir að hafa druslast með prentarann og eitthvað meira dót þá fóru ég og mamma aðeins í búðir og fundum mjög falleg föt á mömmu í búð sem heitir bhs, svona svipuð búð og Debenhams. Mamma verður algjör skvísa í vetur í nýju fötunum sínum J
Við mamma skruppum á pöbbinn okkar síðasta kvöldið okkar saman, mánudagskvöldinu og fengum okkur Tennents sem er í uppáhaldi hjá okkur. Þar sátu kallar á móti okkur og gláptu svoleiðis á okkur að það var ekki hægt að tala saman. Við færðum okkur þá og þá fóru þeir. Ef þetta hefðu verið einhver augnakonfekt þá hefði ég klárlega reynt að fá mömmu til að næla sér í annan þeirra og þá gæti hún verið hérna í Skotlandi með mér J
Í gær eftir að mamma var farin þá rölti ég uppí skóla til að skrá mig inn en það var ekki séns á því, röðin var það löng að þeir voru hættir að leyfa fleirum að fara í hana því annars gætu þeir ekki lokað á réttum tíma. Klikkun. Skil ekki af hverju þetta er ekki bara rafrænt eins og allt annað þegar nemendurnir eru þetta margir. 5 daga registration er bara ekki nóg fyrir allan þennan fjölda. Eftir það rölti ég uppá verslunargötu og fékk mér Subway, vá ég var eitthvað svo einmanna allt í einu, enginn sem ég þekki hérna og var svo alls ekki að nenna að skoða föt þannig ég fór heim.
Þegar heim var komið ákvað ég að fara í heita og góða sturtu og dúlla mér eitthvað en neeeii þá þurfti ég að byrja á því að ýta á takka svo vatnið hitnaði og það tók heila eilífð ! Ég var orðin svo óþreygjufull á sloppnum að ég bara skellti mér í kalda sturtu, fokk hvað þetta var versta sturta ever og var ég frosin eftir hana í langan tíma eftir. Alveg glatað ! Ég þarf semsagt að vakna klst áður en ég ætla í sturtu á morgnanna ef ég ætla fyrir skóla, hvað er það? Geta þeir ekki fundið lausn á þessu rugli ? Lækkað rafmagnskostnaðinn svo ég þurfti aldrei að slökkva á vatnshitaranum ? Ég er of góðu vön greinilega.
Eftir að ég hafði jafnað mig á þessari sturtu þá spjallaði ég aðeins við sambýlinginn hana Ketura. Hún er mjög næs, búin að vera að vinna í New York síðustu árin í Deutche bank og lærði áður Finance í háskóla og er nú að fara í MSc í International Finance. Ég plataði hana á kaffihúsið hérna við hliðina og við fengum okkur bjór og skoðuðum potta og pönnur á netinu, gerist ekki betra J
Eftir það ákváðum við að kíkja aðeins á Union sem er skemmtistaður á háskólasvæðinu þar sem drykkurinn er á 99p. Þegar við röltum fyrir hornið sáum við þessa svakalegu röð, já mikið rétt það var svona 3-4 tíma röð fyrir utan !! Ekki séns að við færum í þessa röð ! Ætli maður þurfti ekki bara að mæta klukkan 3 að degi til þegar þeir opna til að komast inn án þess að bíða. Ég er ansi hrædd um að margir í grunnnáminu eigi ekki eftir að læra mikið hérna.
Eftir það röltum við á lítinn bar svolítið lengra frá þar sem var trúbador að spila. Miklu skemmtilegra fyrir svona gamlingja eins og okkur á þriðjudagskvöldi J Þar spjölluðum við helling og kynntumst betur, ánægð með það, nú er ég ekki lengur ein hérna í Glasgow J
Kveð í bili
Svava
Friday, September 17, 2010
Do I smell ?
Do I smell er klárlega setning dagsins. Maður sem sat við hliðina á mér og mömmu á barnum í kvöld sagði þetta þegar við færðum okkur í sæti sem loksins losnuðu, ógeðslega fyndið J
Við mamma erum búnar að komast að því að Skotar eiga erfitt með að borða matinn sinn sitjandi heldur hlaupa þeir með matarbakkana sína og fá sér bita í leiðinni á áfangastað. Ég og mamma urðum alveg hlessa þegar við sátum í okkar sætum á veitingarstað og horfðum á fólk með bakkana sína. Maður sér alveg fólk heima með samlokur og þannig á ferðinni en ekki heilu matarbakkana með hrísgrjónunum og kartöflunum!
Í dag eftir langann verslunarleiðangur settumust við inná mjög kósí stað ekki langt frá hótelinu okkar og fengum okkur kjúklingabringur með beikoni, osti og bbq sósu með frönskum og baunum, namm geggjað og við borðuðum ekki nema 3,95 pund fyrir diskinn, vorum bara ánægðar með það. Löbbuðum svo upp á hótel og dáðumst að því sem við vorum búnar að kaupa, og þá sérstaklega að fötunum sem mamma keypti, mjög smart föt J
Þegar við löbbuðum um stræti borgarinnar í kvöld sáum við varla stelpur í kápum heldur voru þær allar í þvílíkt stuttum pilsum og hlírabolum í pinnahælunum og engum yfirhöfnum ! Er það í lagi ?? Er það ekki óeðlilegt þegar það er alveg þokkalega kalt úti eða er ég bara orðin svona gömul og man ekki hvernig ég klæddi mig þegar ég var ung og fór á djammið?
Jæja stutt færsla í dag
Kveð í bili
Svava
Wednesday, September 15, 2010
Dagur tvö
Jæja gott fólk þá er annar dagurinn búinn og við erum mjög ánægðar hér í Glasgow.
Við vöknuðum eldsnemma, eða klukkan 8 til að ná morgunmatnum hérna á hótelinu og okkur tókst það. Fórum niður frekar meyglaðar og prófuðum þennan dýrindis morgunmat, feitar pulsur, dósabaunir, eitthvað djúpsteikt, perur í dós og svo þennan venjulega morgunmat, ristað brauð og kaffi.
Eftir það fórum við uppí herbergi og steinsofnuðum, vorum að springa, erum hvorugar vanar að borða svona mikinn og stóran morgumat.
Rétt eftir hádegi, eftir að vera búnar að drusla okkur í sturtu og fá okkur kaffi þá komumst við loksins í gírinn og fórum út á verslunargötuna hér rétt fyrir neðan. Fengum okkur ágætis hádegismat á stað sem kallast Budda. Án gríns maturinn var mjög fínn þrátt fyrir nafnið. Ég fékk mér Cajun kjúklingasamloku og mamma fékk sér Maccaroni cheese og auðvitað fengum við okkur bjór með, hvað annað J
Svo var ferðinni heitið niður götuna. Mamma skoðaði gleraugu á sig og svo fórum við í símabúð sem heitir O2 og ég keypti mér símkort. Nýja breska númerið mitt er glatað en allt í lagi, það man hvort eð er engin símanúmer lengur.
Eftir smá labbitúr inní nokkrar búðir enduðum við með nokkra poka, ekki marga samt, ekki alveg nógu sátt með það að minn poki var stærri en mömmu þó svo að ég eigi engan pening og mamma kom hingað til að versla sér föt. Hún fékk að taka með sér sirka 8kg á meðan ég tók svona 60 !
Kvöldmatinn borðuðum við á stað sem heitir Bloc sem er svona lítill staður ofan í kjallara, voða kósí og alveg örugglega svona námsmannapöbb. Tvær pizzur á 7,95 pund, geri aðrir betur.
Fórum svo heim eftir það og hvíldum lúginn bein en sú hvíld stóð ekki lengi því ég dróg elsku mömmu mína á tvo pöbba hér rétt fyrir neðan. Fyrri var svona íþróttapöbb sem breyttist í skemmtistað seinna um kvöldið. Það streymdu inn fáklæddar ungar stelpur þegar við vorum að fara út. Það er víst opið á svona stöðum til 3 virka daga hvað er það? Er fólk ekki í vinnu eða skóla hérna ?? Ég spurði reyndar einn skota þarna fyrir utan hvort svona ungt fólk hafði ekkert að gera á daginn og hann svaraði bara að þessir krakkar sem væru í menntaskóla mættu í tíma og svæfu.
Hinn barinn sem við enduðum á var mjög fínn og við munum klárlega fara þangað aftur J
Kveð í bili
Svava
Tuesday, September 14, 2010
Fyrsti dagurinn í Glasgow
Hæ hó
Ég og mamma erum lentar í Glasgow og erum alveg að njóta lífsins.
Ferðin byrjaði erfiðlega og er ástæðan einföld, sváfum ekki nema rétt rúmlega 1klst !! Ómar elskulegastur kom að sækja okkur rétt uppúr 5 í morgun og skutlaðu okkur á völlinn. Þar fórum við mamma beint í það að prenta út töskumiðana því Tinna yndislega var búin að bóka okkur í flugið kvöldið áður. Komum svo uppí flugstöð og að sjálfsögðu var keypt smá íslenskt áfengi og já áfengi ;)
Þegar við komum inní flugvélina vonuðumst við til þess að fá eitt aukasæti á milli okkar en nei fengum við ekki leiðinlegustu kellingu sem við höfum nokkurn tíman komist í tæri við á ævinni !! Ég hef aldrei vitað annað eins, hún byrjaði strax að tuða yfir því að ég væri með allt of stóran og þungan handfarangur og svo þegar við vorum sestar þá byrjaði hún að kvarta í flugfreyjuna að ég væri ekki búin að setja handfaragurinn undir sætið og að mamma væri að drekka kók svona rétt fyrir flugtak. Hvað er að sumu fólki? Þarf það að vera að skipta sér að öllu sem aðrir gera? Við mamma erum búnar að komast að niðurstöðu, hún á mjög bágt og öfundar okkur að einhverjum ástæðum.
Flugið okkar var tengiflug og við vissum að við áttum að fljúga fyrst til Manchester og svo bíða þar í vélinni í um klst og fljúga beint til Glasgow en neeeeii bretarnir ákváðu að vera svolítið mikið pirrandi og fá alla út úr vélinni í tjekk, böggandi !! Ég sem hef aldrei á ævinni verið með eins stóran handfarangur þurfti að labba upp og niður stiga til þess að komast að tollahliðinu til þess að láta tjekka AFTUR hvort ég væri með sprengjur eða vökva á mér !! Ég og mamma ætluðum aldrei að jafna okkur á þessu en við lifðum þetta af og komum til baka í vélina kósveittar og ógeðslegar (vorum það auðvitað ekki, það er auðvitað ekki möguleiki).
Eftir fjögra og hálfstíma flugbras þá lentum við í Glasgow, þvílík gleði og ánægja að vera loksins lentar á áfangastað. Það fyrsta sem við gerðum var að kaupa okkur eitthvað að drekka og viti menn, mamma fékk skorskt dagblað í kaupbæti með vatninu en gaman Jn
Sólin brosti við okkur þegar við lentum og var það ekki eitthvað sem við bjuggumst við því það var búið að spá SHOWER RAIN…sú veðurspá rættist reyndar seinna um daginn.
Tókum svo leigubíl upp að hóteli sem við munum gista á næstu vikuna, ég fæ mitt námsmannaherbergi ekki afhent fyrr en næsta laugardag. Hótelið sem heitir Victorian House Hotel er voðalega heimilislegt og notalegt og allir rosalega elskulegir hérna. Versta við hótelið að mér finnst er að það er roslega lítið netsamband inn í herberginu, samt hægt að fara niður í lobby og fá það fullt.
Eftir að hafa andað djúpt og fara aðeins úr skónum til að lofta um tærnar þá skelltum við okkur beint út og byrjuðum að labba í átt að skólasvæðinu, langaði svo a sjá í hvaða skólabyggingu ég á eftir að verja næsta árinu í og hvar ég mun búa. Stoppuðum á pöbb á leiðinni og fengum okkur að borða. Mamm fékk sér kolamola í brauði sem kallast víst hamborgari og ég fékk mér mjög ágætt Lasange.
Ég er svolítið out of campus en það er ekkert svo langt að labba á milli en samt mjög brött brekka á einum stað. Ég verð bara með ofur sterk læri eftir árið J
Eftir mikið labb þá lögðum við af stað í átt að hótelinu, stoppuðum á Starbucks og fengum okkur hálfan lítra af kaffi hvor og endurnærðumst alveg. Skoðuðum verslunargötu ekki langt frá hótelinu sem við ætlum klárlega að fara á aftur sem fyrst.
Við erum búnar að sjá það að þó svo að þessi breska beygla í flugvélinni var svona pirrandi þá eru Skotar alveg æðislegir, kurteisir afslappaðir og ekkert svo ljótir eins og ég var búin að heyra.
Nú sitjum við mamma alveg búnar eftir daginn og hlökkum til að vakna klukkan 8 í fyrramálið til að fá okkur morgunmatinn sem hótelið bíður upp á, spurning hvort það sé allt sem boðið er upp á sé djúpsteikt, kemur í ljós.
Kveð í bili
Svava
Ég og mamma erum lentar í Glasgow og erum alveg að njóta lífsins.
Ferðin byrjaði erfiðlega og er ástæðan einföld, sváfum ekki nema rétt rúmlega 1klst !! Ómar elskulegastur kom að sækja okkur rétt uppúr 5 í morgun og skutlaðu okkur á völlinn. Þar fórum við mamma beint í það að prenta út töskumiðana því Tinna yndislega var búin að bóka okkur í flugið kvöldið áður. Komum svo uppí flugstöð og að sjálfsögðu var keypt smá íslenskt áfengi og já áfengi ;)
Þegar við komum inní flugvélina vonuðumst við til þess að fá eitt aukasæti á milli okkar en nei fengum við ekki leiðinlegustu kellingu sem við höfum nokkurn tíman komist í tæri við á ævinni !! Ég hef aldrei vitað annað eins, hún byrjaði strax að tuða yfir því að ég væri með allt of stóran og þungan handfarangur og svo þegar við vorum sestar þá byrjaði hún að kvarta í flugfreyjuna að ég væri ekki búin að setja handfaragurinn undir sætið og að mamma væri að drekka kók svona rétt fyrir flugtak. Hvað er að sumu fólki? Þarf það að vera að skipta sér að öllu sem aðrir gera? Við mamma erum búnar að komast að niðurstöðu, hún á mjög bágt og öfundar okkur að einhverjum ástæðum.
Flugið okkar var tengiflug og við vissum að við áttum að fljúga fyrst til Manchester og svo bíða þar í vélinni í um klst og fljúga beint til Glasgow en neeeeii bretarnir ákváðu að vera svolítið mikið pirrandi og fá alla út úr vélinni í tjekk, böggandi !! Ég sem hef aldrei á ævinni verið með eins stóran handfarangur þurfti að labba upp og niður stiga til þess að komast að tollahliðinu til þess að láta tjekka AFTUR hvort ég væri með sprengjur eða vökva á mér !! Ég og mamma ætluðum aldrei að jafna okkur á þessu en við lifðum þetta af og komum til baka í vélina kósveittar og ógeðslegar (vorum það auðvitað ekki, það er auðvitað ekki möguleiki).
Eftir fjögra og hálfstíma flugbras þá lentum við í Glasgow, þvílík gleði og ánægja að vera loksins lentar á áfangastað. Það fyrsta sem við gerðum var að kaupa okkur eitthvað að drekka og viti menn, mamma fékk skorskt dagblað í kaupbæti með vatninu en gaman Jn
Sólin brosti við okkur þegar við lentum og var það ekki eitthvað sem við bjuggumst við því það var búið að spá SHOWER RAIN…sú veðurspá rættist reyndar seinna um daginn.
Tókum svo leigubíl upp að hóteli sem við munum gista á næstu vikuna, ég fæ mitt námsmannaherbergi ekki afhent fyrr en næsta laugardag. Hótelið sem heitir Victorian House Hotel er voðalega heimilislegt og notalegt og allir rosalega elskulegir hérna. Versta við hótelið að mér finnst er að það er roslega lítið netsamband inn í herberginu, samt hægt að fara niður í lobby og fá það fullt.
Eftir að hafa andað djúpt og fara aðeins úr skónum til að lofta um tærnar þá skelltum við okkur beint út og byrjuðum að labba í átt að skólasvæðinu, langaði svo a sjá í hvaða skólabyggingu ég á eftir að verja næsta árinu í og hvar ég mun búa. Stoppuðum á pöbb á leiðinni og fengum okkur að borða. Mamm fékk sér kolamola í brauði sem kallast víst hamborgari og ég fékk mér mjög ágætt Lasange.
Ég er svolítið out of campus en það er ekkert svo langt að labba á milli en samt mjög brött brekka á einum stað. Ég verð bara með ofur sterk læri eftir árið J
Eftir mikið labb þá lögðum við af stað í átt að hótelinu, stoppuðum á Starbucks og fengum okkur hálfan lítra af kaffi hvor og endurnærðumst alveg. Skoðuðum verslunargötu ekki langt frá hótelinu sem við ætlum klárlega að fara á aftur sem fyrst.
Við erum búnar að sjá það að þó svo að þessi breska beygla í flugvélinni var svona pirrandi þá eru Skotar alveg æðislegir, kurteisir afslappaðir og ekkert svo ljótir eins og ég var búin að heyra.
Nú sitjum við mamma alveg búnar eftir daginn og hlökkum til að vakna klukkan 8 í fyrramálið til að fá okkur morgunmatinn sem hótelið bíður upp á, spurning hvort það sé allt sem boðið er upp á sé djúpsteikt, kemur í ljós.
Kveð í bili
Svava
Saturday, September 11, 2010
Fyrsta færslan
Hæ hæ
Hér mun ég pósta lífi mínu í Glagsow næsta árið þar sem ég er að fara að vera og læra til sept 2011.
Góða skemmtun :)
Kveðja
Svava
Hér mun ég pósta lífi mínu í Glagsow næsta árið þar sem ég er að fara að vera og læra til sept 2011.
Góða skemmtun :)
Kveðja
Svava
Subscribe to:
Comments (Atom)
